28.5.2008 | 13:22
Leeds og frí
Ekki tókst Leeds að klára dæmið á Wembley þó ferðin hafi verið einstaklega góð. Þeir voru einfaldlega lélegir í leiknum. en mikið rosalega er Wembley magnað mannvirki. Einstök upplifun að koma þangað innan um 75 þús áhorfendur (þar af 55 þús Leedsara) í mikilli stemmningu.
Annars er ég farinn í sumarfrí á morgun, tveggja vikna túr um þýskaland, Ítalíu og nágrannalöndin.
Auf Wiedersehn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 23:18
Eurovision kvöld 1
Lítið um óvænt úrslit að mínu mati. Spáði 8 áfram af 10 eftir að hafa séð öll lögin koma fram, en það er oft mikill munur að sjá atriðin sjálf en heyra bara lagið á myndbandi. En ég spáði Írum og Slóvenum áfram, en í þeirra stað komumst Ísraelar og Pólverjar. Hina 8 hafði ég rétta.
Bosníska lagið fannst mér slá í gegn, mjög grípandi og athyglisvert, en um leið og ég heyrði fyrsta sönginn fanst mér ég hafa heyrt hluta lagsins, og þann mest grípandi, áður. Og það er ekkert annað en lagið Mother með Pink Floyd sem kom upp í hugann.
Endilega tékkið á þessu og segið mér hvort þið séuð sammála eða hvort ég sé alveg úti að aka og hafi ekki hundsvit á músik.
Bosnia: http://www.youtube.com/watch?v=zS8img-tNFM
Pink Floyd: http://www.youtube.com/watch?v=wBkTUzKAiXQ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 12:32
It´s Wembley Baby
Þá er minn bara á leiðinni til Wembley. Ekki hægt að sleppa tækifæri að sjá Leeds spila á Wembley. Verð þar frá laugardegi til mánudags og kannski maður kíki á Hull - Bristol city eða Rochdale - Darlington á laugardeginum eða mánudeginum.
A.m.k. 10 Leedsarahópur frá skerinu ætlar að halda út og má búast við glimrandi stemmningu enda einstaklega góðmannað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2008 | 13:27
Lítur ekki vel út
Það lítur ekki vel út hjá Leedsurum eftir 2-1 tap gegn Carlisle á heimavelli. Markvörður Carlisle átti sannkallaðan stórleik og bjargaði sínum mönnum nokkrum sinnum. Hinsvegar eru Carlisle engir aukvissar og það verður ekki létt verk að vinn þá á sínum heimavelli. En mark Leedsara, skorað þegar klukkan sýndi 95:40 heldur voninni þó lifandi.
Seinni leikurinn á morgun og fer ég klárlega á Ölver til að horfa á hann. Hinsvegar ætti ég nú að senda hamborgaratilboð þeirra Ölversmanna á okursíðu Gunna. Kostaði 1100 kr. í desember, bjór, borgar, franskar og sósa en kostaði 1600 kr. á þriðjudaginn. Feit hækkun það, verð klárlega búinn að borða áður en ég fer þangað á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 15:19
Fer Leeds beint upp?
Klukkan fimm í dag ræðst það hvort Leeds fái stigin sín 15 aftur sem voru tekin af þeim í upphafi tímabils. Þessi 15 stig skipta gríðarlega miklu máli, því fáist þau aftur, er Leeds öruggt með sæti í Championship deildinni að ári, og gæti stolið efsta sætinu. Fáist stigin ekki, lendir Leeds í 5. eða 6. sæti og fara í umspil um að komast upp.
Sjálfur er ég svo í mikill klemmu fari Leeds í umspil og komist á wembley. Í kjölfarið á þeirri ferð sem ég minnist á þessari færslu: http://leedsarinn.blog.is/blog/leedsarinn/entry/12441, sem ég bloggaði nú ekki um eftir á þar sem Leeds tapaði illa og lagðist í hálfgert þunglyndi, fastur í Cardiff í heilan dag, lofaði ég sjálfum mér að fara næst þegar Leeds kæmist í umspils úrslitaleik. Nú fer leikurinn fram á Wembley, velli sem ég hef aldrei farið á. Problemið er að eurovision er kvöldið fyrir leik, og ég fer erlendis í sumarfrí 4 dögum eftir leik. Aðrar ástæður spila einnig inní að það verður vesen fyrir mig að fara, en það er ljótt að svíkja loforð við sjálfan sig. Því vona ég að stigin 15 fáist og við verðum komnir upp seinna í dag. Annars má einhver gefa mér hint um stað í London þar sem verður án efa gríðarleg eurovision stemmning (spurning hvort maður þori einn á slíkan samkynhneigðan stað!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 01:02
Varúð eurovisionfærsla - seinna undanúrslitakvöldið
Ísland: *** - Það er ekki sanngjarnt að bera lag sem maður hefur heyrt 30 sinnum saman við lög sem maður er að hlusta á í fyrsta skipti. Engu að síður er ég nokkuð sáttur við þetta framlag.
Svíþjóð: ***1/2 - Lag sem ég hef heyrt tvisvar áður, en mér finnst það þrælgott. Seinna undanúrslitakvöldið byrjar betur en það fyrra, það er ljóst. En hún Charlotte hefurklárlega bætt á sig Silíkoní síðan hún vann hana Selmu okkar.
Tyrkland: * - Næ þessu lagi alls ekki.
Úkraína: **1/2 - Ég er persónulega ekki að fíla þetta, en lagið er gott engu að síður. Gæti náð langt.
Litháen: **1/2 - Kraftmikið og nokkuð sterkt lag, en söngvarinn er ekki alveg að ráða við það.
Albanía: ** - Þjóðlegt, nokkuð grípandi, söngkonan sæt.
Sviss: *1/2 - Ég held ég sé kominn með overdoze af eurovisionlögum á einu kvöldi.
Tékkland: * - Bara fyrir þessar hálfnöktu gellur á sviðinu - nei ég segi bara svona.
Hvíta Rússland: *1/2 - Úkraína senda lagið Hasta la vista í keppnina 2003. Það lag endaði í 14. sæti með 30 stig. Ég spái þessu lagi verra gengi, jafnvel þó hann Ruslan sé voða sætur.
Lettland: * - We say hihihi we say hohoho var mun betra lag en þetta, öll sviðsframkoma og búningar voru mun betri. Komist þetta lag langt, er ljóst að Ceres4, Gills og Gasarinn hefðu rústað þessari keppni.
Króatía: **1/2 - Hljóðgæðin í myndbandinu hörmuleg, en þetta lag lofar
góðu. Ellilífeyrisþeginn mætti samteiga sig. Þetta lag á frekar eitthvað inni en hitt þegar hljóðið verður eðlilegt.
Búlgaría: * - DJ, please take me away........no comment.
Danmörk: **1/2 - Þetta er skítalag, en viðlagið eitthvað svo grípandi. Vakna örugglega með "all night long" á heilanum í fyrramálið.
Georgía: *** - Peace will come. Hver man ekki eftir ítalska laginu sem fjallaði um sameinaða evrópu, sem vann eurovision. Ágætis lag með þennan boðskap hlýtur að gera einhverja hluti.
Ungverjaland: ** - Get lítið sagt um þetta lag nema það er rólegt, lag sem virkar ekkert spes við fyrstu hlustun en vinnur örugglega á.
Malta: ** - Bíddu bíddu, hvað varð um íturvöxnu söngkonurnar sem Maltverjar senda alltaf?? Nú er komin skutla sem syngur um vodka.Magnað, samt ekki.
Kýpur: *** Ansi söngleikjalegt, einfalt, en mjög skemmtilegt.
Makedónía: * - þetta lag þyrfti að vera í miðri keppni, bara til að fá auka klósettpásu.
Portúgal: * - jess, búið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 23:56
Varúð: eurovision færsa - fyrra úrslitakvöldið
Nú styttist í eurovision og kominn tími á nokkra nördalega eurovision pistla frá mér. Ég ætla að byrja á að hlusta á ca. 1 mín af hverju lagi og gefa þeim einkunn útfrá fyrstu hlustun. Reynslan er sú að mér finnst þau flest frekar slöpp, en þegar að keppninni kemur hljóma þau mun betur. Sjáum hvað setur hér Byrjum á fyrra undanúrslitakvöldinu í þeirri röð sem þau munu birtast á sviðinu.
Montenegro: **1/2 - Nokkuð grípandí til að byrja með, en lagið samt ekki nógu gott.
Ísrael: *1/2 - Ég held að lagið sé betra en þetta þegar það verður komið á ensku, en hljóðið í myndbandinu og ísraelskan eru að skemma þetta lag.
Eistland: 1/2 - Grínlag sem gjörsamlega missir marks.
Moldavía: ** - Gott ef þetta lag vann ekki árið 1957, þá sungið á frönsku. Tónlistarsmekkur fólks hefur þróast síðan þá og þetta tónlist er ekki inn í dag, allavega ekki í eurovision :)
San Marínó: 1/2 - Úff, ég á von á að sjá framlag frá Vestmannaeyjum haldi þetta svona áfam. Vestmannaeyjalag væri garantíað betra en þetta.
Belgía: * - Léleg blanda af októberfeststemmningu og austurískri alpastemmningu.......framlag Belga í eurovision 2008!!
Azerbaijan: ** - ég gerði þó mistök að horfa á myndbandið með þessu. Það fær -14*, veit ekki hvort lagið verði betra eða verra fyrir vikið.
Slóvenía: *** - Ekta austur evrópskt framlag. Kemst klárlega áfram, sér í lagi ef söngkonan verður svona klædd á sviðinu. Fyrsta lagið sem ég er nokkuð hrifinn af
Noregur: **1/2 - Það næstskásta hingað til, gæti vanist vel.
Pólland: *** - Falleg ballaða. Byrjar leiðinlega en nær sér furðuvel á svið. Pólland fær klárlega verðlaunin fyrir hvítustu tennurnar.
Írland: *1/2 - Svar Íra við Silvíu nótt. Munurinn er hinsvegar okkur í hag. Ágústa Eva er flott, kalkúnninn forljótur. Ágústa Eva kann að syngja, kalkúnninn ekki. Fær samt án efa atkvæði frá einhverjum sem finnst þetta fyndið.
Andorra: ***1/2 - Mér finnst þetta þrælgott lag frá smáríkinu. Ekta svona eurovision lag.
Bosnía og Herzegovina: ** - Minnir mig á lag af The Wall með Pink Floyd. Pink Floyd útgáfan samt klárlega betri. Búningarnir mjög kjánalegir.
Armenía: *1/2 - Simon Cowell myndi lísa þessu lagi sem "forgettable"
Holland: **1/2 - Sæt stelpa, sæmilegasta lag. Gerir varla miklar rósir í keppninni samt, þó það gæti vel slefað í úrslit.
Finnland: *** - Þegar Lordi unnu var það umtalað sem þungarokk. Það var nú bara píkupopp í samanburði við þessa finnsku rokkara. Ég er nú ekki mikill þungarokkari, en þetta er bara töff. Vona að þeir syngji á finnsku.
Rúmenía: ***1/2 Rólegur ástardúett, með hvítu píanói á ströndinni og öllum pakkanum. Er mjög hrifinn af þessu lagi við fyrstu áheyrn.
Rússland: ***1/2 - Dima Bilan mættur aftur í eurovision reynslunni ríkari. Mjög gott lag frá Rússum í ár. Sé fyrir mér að það verði betra þegar maður heyrir það oftar.
Grikkland: **1/2 - Vá, ég hélt þetta væri Britney mætt í Eurovision.
Rússar, Rúmenar og Andorra að koma sterkt útúr þessari fyrstu hlustun minni á lögunum og Finnar, Pólverjar og Slóvenar koma ekkert langt á eftir.
Ég hlusta á restina á lögunum kannski í kvöld, eða við annað tækifæri. Þið bíðið eflaust gríðarspennt þangað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 09:56
Sumarið er tíminn
Heilsan var ekki lengi að verða betri, þó ég sé ennþá með leiðindaslím í mér, 5 vikum eftir að ég veiktist.
Annars er stefnan sett á Akureyri í dag, ferming á morgun og svo verður spókað sig í höfuðstað norðursins.
Sumarið loksins að sigla í höfn, sem er hið besta mál. Hef góða tilfinningu fyrir sumrinu.
Að lokum legg ég það til að lögreglan sinni starfi sínu og handtaki og sekti lögbrjótana sem loka hér vegum inn og útúr bænum. Ég er sannfærður um að þeir loki öðrum æðum til og frá Rvk seinna í dag, og hindri för þúsunda landsmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 15:13
kvöl og pína
Nú er heilsan alveg að fara með mann. Eftir að hafa haft slæman hósta í 2 vikur var hann verulega farinn að hjaðna. engu að síður var ég með verki í síðunni sem ég fann sérstaklega fyrir þegar ég þurfti að standa upp. Í gær hinsvegar var ég að reisa mig uppúr sófanum, þegar eitthvað gerðist og sársaukinn var ca. 1000 sinnum meiri en vanalega. Nú fann ég stöðugan sársauka, og varð virkilega kvalinn þegar ég þurfti að hósta eða reyna að standa upp. Ég ákvað nú að kíkja á læknavaktina, og er ég annað hvort rifbeinsbrotinn, eða með slæmar bólgur í vöðvum milli rifja.
Ég man ekki eftir að hafa upplifað þvílíkan stöðugan sársauka áður, en ég vona nú að þetta endist ekki lengur. En það er ljóst, að ég mun ekki leggjast fyrir framan sjónvarið í kvöld, heldur setjast fyrir framan það. Því versta stellingin af öllum er að liggja. tók mig dágóðan tíma í gærkvöldi að finna þolanlega stellingu.
Það jákvæða við þetta er að þegar manni líður svona illa, þá hugsar maður með sér að maður verði nú að nýta allan tíma sem manni líður vel í eitthvað sniðugt og skemmtilegt. Vonandi að ég standi við það í kjölfarið á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 11:24
Vörubílstjórar og ráðherrar
Vörubílstjórar hafa verið að vekja usla síðustu vikur og hafa fengið góðan róm fyrir, hafa náð fundi hjá 2 ráðherrum og betrum er lofað, þó ekki strax, eins og stjórnmálamanna er siður.
Nú gengur sá orðrómur fjöllum hærra að þeir ætli að stoppa allt á mánudagsmorgunin. Einfaldlega leggja bílum sínum á öll fjölförnu gatnamótin, læsa og labba í burtu. Það gæti tekið dágóðan tíma að draga bílana í burtu og koma öllu í eðlileg horf.
Vörubílstjórar hafa fengið stuðning almennings hingað til, og í raun kemur mér á óvart hvað fólk hefur tekið þessu vel. En framkvæmi þeir operation stóra stoppið, þá er ég viss um að sú samúð hverfi fljótt, sér í lagi þegar fréttir berast af slysum sem sjúkrabílar komast ekki í að sinna og öðrum sambærilegum atburðum.
Vörubílstjórar ættu frekar að einbeita sér að ráðamönnunum og þeim aðilum sem þeir vilja að hlusti á þá. Sturta skít fyrir framan Alþingishúsið, loka af ráðuneytin og slíkt ætti að skila mun betri árangri en tefja greyið meðaljónin í að sækja börnin sín í leikskólanna eða komast í vinnunna.
Svo verð ég að nefna ráðherra sjálfstæðisflokksins. Ný forysta verður einfaldlega að taka við ef flokkurinn ætlar sér meira en 30% í næstu kosningum. Geir Haarde fer í fýlu þegar hann er lokaður inn, en segir ekki orð á meðan hann sleppur. Einstaklega barnalegt. Auk þess er hann ekki að gera neina góða hluta. Árni Dýralæknir og stóra ráðningamálið er náttúrlega einn stór brandari. Hrokagikkur með stóru H-i. Björn Bjarnason hefur alltaf verið sér capituli út af fyrir sig með sínum einhliða ákvörðunum og herbrölti. Yngra fólki verður að taka við þessum flokki til að bjarga honum og okkur útúr þeirri spillingu sem ríkir í þessu blessaða bananalýðveldi okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)