5.4.2008 | 17:33
gott hjá vísi.is
http://visir.is/article/20080405/IDROTTIR0105/80405042
Vísir, 05. apr. 2008 16:24
"Tap hjá Djurgaarden í fyrsta leik
Tap í fyrsta leik hjá Sigurði Jónssyni og liði hans Djurgaarden. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgaarden, sem eiga titil að verja, biðu lægri hlut fyrir Brommapojkarna, 1-0, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekk Djurgaarden.
Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Gautaborg sem gerði jafntefli, 1-1, gegn Trelleborg á útivelli."
Frétt hjá Vísi í dag hljómar svona. Djurgården var hinsvegar að gera jafntefli við Malmö og Brommapojkarna féllu um deild á síðasta tímabili. hinsvegar tapaði Djurgarden þessum leik í fyrra, og er fréttin án efa copy paste úr fréttagrunni vísis. Góð fréttamennsa þetta :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2008 | 23:21
ég lifi enn, þó tæpt sé
Nú er það svart, það er ljóst sagði einhver snillingurinn eitt sinn. En ég er búinn að vera veikur síðan 17. mars, eða góðar 2 vikur.
fir
Byrjaði á hita og almennum slappleika. Hitinn fór ekki mikið yfir 38 gráður, en engu að síður var ég alveg off þessa daga. Nokkrum dögum síðar virtist flensan nokkurnveginn vera búin að jafna sig, en ´þá byrjaði ég að hósta. Og þvílíkan hósta hef ég aldrei fengið. Hann hefur verið svo slæmur og í svo langan tíma að ég er kominn með þvílíkar harðsperrur í síðuna, að það er virkilega sárt að hósta. Ekki nóg með það, heldur skall kvef á mér fyrir 3 dögum ofan á allt hitt og geri ég lítið annað en hósta og snýta mér, með tilheyrandi skemmtilegheitum. Mætti nú í vinnu í byrjun vikunnar, en ákvað af tillitsemi við starfsfélagana og sjálfan mig að halda mig heima í dag, og sennilega morgun líka.
En djöfull er það viðbjóðslegt að vera veikur í svona langan tíma, ég er kominn með algjört ógeð á heimilinu mínu, og þrátt fyrir að vera heima allan daginn, kemur maður engu í verk.
En að öðru. Leeds er í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina um laust sæti í 1. deildinni að ári. Liðin í 3-6 sæti og 4-5 mætast heima og að heiman um sæti í úrslitaleik á Wembley. Sá leikur fer fram mánudaginn 26. maí og er ég harðákveðinn í að fara þangað komist Leeds alla leið. Ég fór nú til Cardiff fyrir 2 árum þegar þeir spiluðu um sæti í úrvalsdeildinni, og töpuðu. Það var leiðindaferð. Myndi aldrei fyrirgefa mér það að fara ekki þegar þeir loksins komast upp.
Allt að fara til fjandans í efnahagsmálunum. Verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnvöld og seðlabanki takast á við vandann, en það er eitthvað sem segir mér að þegar allt kemur til alls mun veiking krónunnar verða minniháttar, þrátt fyrir að hún hafi farið í ansi langt niður.
Svo styttist í eurovision og mun ég vissulega bjóða upp á nokkra slíka pistla lesendum (ef einhverjir eru eftir) til mikillar gleði og ánægju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 16:12
eurovision nostalgia #1
Úrslitin í Eurovision á morgun. Steraboltarnir vinna þetta klárlega.
Langaði því að pósta hérna link á eitt besta eurovisionlag allra tíma. hinir mögnuðu Datner og Kushnir fara þarna snilldarvel með lagið Shir habatlanim.
Framlag Ísraels frá árinu 1987, sem allir eiga að kannast við, enda þekktast undir nafninu húppa húlla.
http://youtube.com/watch?v=uTt3U8aI8t0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 10:06
Rambó IV
Fór á Rambo fjögur í gær. Hef ekki séð allar rambó myndirnar svo ég muni eftir, en þessi var alveg mögnuð. Dráp og morð útí eitt, með æðislegum frösum inn á milli.
Mögnuð mynd, mæli með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 22:13
Evran
Í dag fær maður 1 evru fyrir 99,45 kr. Mér þykir mjög líklegt að á morgun eða hinn þurfi maður að borga yfir 100 kr. fyrir Evruna.
Er ekki málið að Dabbi kóngur grípi til sinna ráða í Seðlabankanum, hengi evruna við krónuna þegar hún er á sléttu hundraðinu. Við fellum 2 núll af krónunni (fordæmi fyrir því á Íslandi). Þá ættu allir að verða sáttir. Við getum haldið krónunni, en gengi hennar sveiflast samhliða evrunni.
Ég held að allir ættu að geta verið sáttir við þessa lausn, og Davíð gætur hætt þessu rugli og snúið sér að skriftum aftur. Þeir einu sem gætu kvartað eru þeir sem tóku lán í evrum síðustu mánuði!!!!
Að lokum legg ég það til að borgarstjórn verði lögð niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2008 | 09:36
Reykingar
Undanfarna mánuði hafa reykingar verið óheimilar á skemmtistöðum, og er það bara hið besta mál. Ég hef getað setið á þeim stöðum lengur en ella og ekki þurft að senda öll fötin mín í hreinsun.
Þeir sem mig þekkja vita að ég hef haft óbreit á reykingum alla mína hunds og kattatíð og hika ekki við að láta fólk heyra það sem reykir í minni návist.
Nú eru hinsvegar aumur á reykingamönnum og bareigendum sem vilja fá að hafa reykherbergi inn á stöðunum í stað þess að þurfa að senda viðskiptavinina út í 20 metra á sekúndu og slyddu. En yfirvöld segja bara nei. Það finnst mér óskiljanlegt.
Ég heyrði viðtal í gær við forstöðumann lýðheilsustofnunar eða einhvers álíka batterís og var hann spurður úti þessi mál. Megin tilgangur bannsins er að starfsfólk baranna þurfi ekki að vinna í svona reykmettuðu umhverfi. Spurður að hverju reykherbergi kæmu ekki til greina var svarið ca "af því bara". Þegar honum var bent á að í mörgum fyrirtækjum væru reykherbergi fyrir starfsólk, svaraði hann því til að ekkert stöðvaði barina í að hafa reykherbegi fyrir starfsmenn sína, en ekki fyrir viðskiptavinina!!
Hvar liggur munurinn hér? starfsmenn mega reykja í lokuðum herbergjum með góðri loftræstingu en viðskiptavinirnir þurfa að hýrast úti.
Eins og áður sagði er ég alfarið á móti reykingum, en í þessu máli eru yfirvöld úti að aka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2008 | 19:50
R.I.P. Fermingasjónvarpið mitt (1992 - 2008)
Gamla 20 tommu Beko sjónvarpstækið mitt er látið, tæplega 16 ára að aldri.
Við áttum margar góðar stundir saman, og þjónaði það mér vel í herberginu mínu í Dalalandinu á árunum 1992-2000, eða allt þar til ég fór að búa með Guðbjörgu minni í Mosgerðinu. Þá tók ég þá ákvörðun að kaupa mér nýtt og stærra tæki (sem þjónar mér enn og er við hesta heilsu),
Karen systir erfði tækið og þjónaði það henni vel í nokkur ár, eða allt þar til henni áskotnaðist eigið tæki. Þá fór Beko gamli niður í geymslu þar sem hann hvíldi í nokkur ár, eða allt þar til ég tók hann upp á arma mína í Hafnarfjörðinn, sem annað tæki, fyrst í herberginu hennar Lilju, en við fluttum það í svefnherbergið okkar þegar Lilja áttaði sig á því að þetta væri hennar herbergi.
Hann eyddi því elliárunum í svipaðri stöðu og hann hóf líf sítt, sem herbergisfélagi minn. Þó hann hafi ekki verið mikið notaður þessa mánuði, þá bjargaði hann heimilisfriðnum nokkuð oft, þegar ósætti var hvað skildi horft á í sjónvarpinu.
Dánarorsök Beko gamla var Manchester United - Tottenham.
Ég mun sakna þín gamli vin og minnast stunda okkar saman. Við áttum margar góðar stundir þegar Leeds spiluðu hvað bestan bolta og oft var mikið fagnað. Þú varst einfalt tæki, en gæðin voru alltaf góð. en nú ertu kominn á betri stað, sjónvarpshimnaríki. Ég vona að þú eigir eftir að kunna vel við þig þar, innan um stóru plasmaskjáina. Þú ert alvöru sjónvarp, ekki eitthvað tískufyrirbrigði sem lifir í 2-3 ár.
Útför verður auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2008 | 11:20
Svíar samir við sig
Kíkti inn á sænska aftonbladet áðan og rak augun í könnun sem hljómaði eitthvað á þessa leið:
Er Zlatan besti framherji í heimi?
73% höfðu svarað já!!!
just det, precis, javisst!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 10:09
Ég þoli ekki...
Fyrst það er mánudagsmorgun er við hæfi að byrja vikuna á jákvæðu nótunum.
Ég þoli ekki fólk sem leggur bílunum sínum þannig að það tekur 2 stæði. Sér í lagi þar sem fátt er um stæði.
Ég hef einnig tekið eftir því að 98% af þessum bílum eru jeppar eða druslur. Jeppafólkið heldur að það eigi heiminn og druslufólkið vonast sennilega til þess að bíllinn verði dreginn og þau losni við hann frítt......og kaupir sér svo jeppa í kjölfarið.
5 dagar eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 10:20
Tæknivædd dóttir
Í gærkvöldi var Lilja Ósk, einu sinni sem oftar, að fikta í símanum mínum. Þar sem ég læsi honum alltaf er það allt í lagi. Í gær virðist sem ég hafi gleymt að læsa honum (eða hún náð að aflæsa hann) og dundaði hún sér í honum furðu lengi. Þegar ég fæ hann í hendurnar aftur er hún komin í tölvupóstmöppuna mína.
Svo mæti ég til vinnu í morgun og þá spyr samstarfskona mín hvort ég hefði ekki fengið póstinn frá henni, því hún hefði fengið svo skrýtna meldingu frá mér!!!
Þá hafði litla dúllan mín svarað tölvupóstinum frá henni og sent til baka.
Svo er það bara áfram Ísland í kvöld. Taka þessa helv. Svía í nefið!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)