Varúð: eurovision færsa - fyrra úrslitakvöldið

Nú styttist í eurovision og kominn tími á nokkra nördalega eurovision pistla frá mér. Ég ætla að byrja á að hlusta á ca. 1 mín af hverju lagi og gefa þeim einkunn útfrá fyrstu hlustun. Reynslan er sú að mér finnst þau flest frekar slöpp, en þegar að keppninni kemur hljóma þau mun betur. Sjáum hvað setur hér Byrjum á fyrra undanúrslitakvöldinu í þeirri röð sem þau munu birtast á sviðinu.

Montenegro: **1/2 - Nokkuð grípandí til að byrja með, en lagið samt ekki nógu gott.

Ísrael: *1/2 - Ég held að lagið sé betra en þetta þegar það verður komið á ensku, en hljóðið í myndbandinu og ísraelskan eru að skemma þetta lag.

Eistland: 1/2 - Grínlag sem gjörsamlega missir marks.

Moldavía: ** - Gott ef þetta lag vann ekki árið 1957, þá sungið á frönsku. Tónlistarsmekkur fólks hefur þróast síðan þá og þetta tónlist er ekki inn í dag, allavega ekki í eurovision :)

San Marínó: 1/2 - Úff, ég á von á að sjá framlag frá Vestmannaeyjum haldi þetta svona áfam. Vestmannaeyjalag væri garantíað betra en þetta.

Belgía: * - Léleg blanda af októberfeststemmningu og austurískri alpastemmningu.......framlag Belga í eurovision 2008!!

Azerbaijan: ** - ég gerði þó mistök að horfa á myndbandið með þessu. Það fær -14*, veit ekki hvort lagið verði betra eða verra fyrir vikið.

Slóvenía: *** - Ekta austur evrópskt framlag. Kemst klárlega áfram, sér í lagi ef söngkonan verður svona klædd á sviðinu. Fyrsta lagið sem ég er nokkuð hrifinn af

Noregur: **1/2 - Það næstskásta hingað til, gæti vanist vel.

Pólland: *** - Falleg ballaða. Byrjar leiðinlega en nær sér furðuvel á svið. Pólland fær klárlega verðlaunin fyrir hvítustu tennurnar.

Írland: *1/2 - Svar Íra við Silvíu nótt. Munurinn er hinsvegar okkur í hag. Ágústa Eva er flott, kalkúnninn forljótur. Ágústa Eva kann að syngja, kalkúnninn ekki. Fær samt án efa atkvæði frá einhverjum sem finnst þetta fyndið.

Andorra: ***1/2 - Mér finnst þetta þrælgott lag frá smáríkinu. Ekta svona eurovision lag.

Bosnía og Herzegovina: ** - Minnir mig á lag af The Wall með Pink Floyd. Pink Floyd útgáfan samt klárlega betri. Búningarnir mjög kjánalegir.

Armenía: *1/2 - Simon Cowell myndi lísa þessu lagi sem "forgettable"

Holland: **1/2 - Sæt stelpa, sæmilegasta lag. Gerir varla miklar rósir í keppninni samt, þó það gæti vel slefað í úrslit.

Finnland: *** - Þegar Lordi unnu var það umtalað sem þungarokk. Það var nú bara píkupopp í samanburði við þessa finnsku rokkara. Ég er nú ekki mikill þungarokkari, en þetta er bara töff. Vona að þeir syngji á finnsku.

Rúmenía: ***1/2 Rólegur ástardúett, með hvítu píanói á ströndinni og öllum pakkanum. Er mjög hrifinn af þessu lagi við fyrstu áheyrn.

Rússland: ***1/2 - Dima Bilan mættur aftur í eurovision reynslunni ríkari. Mjög gott lag frá Rússum í ár. Sé fyrir mér að það verði betra þegar maður heyrir það oftar.

Grikkland: **1/2 - Vá, ég hélt þetta væri Britney mætt í Eurovision.

Rússar, Rúmenar og Andorra að koma sterkt útúr þessari fyrstu hlustun minni á lögunum og Finnar, Pólverjar og Slóvenar koma ekkert langt á eftir.

Ég hlusta á restina á lögunum kannski í kvöld, eða við annað tækifæri. Þið bíðið eflaust gríðarspennt þangað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst Ísraelska lagið einmitt svo fallegt á móðurmálinu og vil alls ekki að þeir syngji þetta á ensku

Anna Bogga (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband