Eurovision kvöld 1

Lítið um óvænt úrslit að mínu mati.  Spáði 8 áfram af 10 eftir að hafa séð öll lögin koma fram, en það er oft mikill munur að sjá atriðin sjálf en heyra bara lagið á myndbandi.  En ég spáði Írum og Slóvenum áfram, en í þeirra stað komumst Ísraelar og Pólverjar. Hina 8 hafði ég rétta.

Bosníska lagið fannst mér slá í gegn, mjög grípandi og athyglisvert, en um leið og ég heyrði fyrsta sönginn fanst mér ég hafa heyrt hluta lagsins, og þann mest grípandi, áður.  Og það er ekkert annað en lagið Mother með Pink Floyd sem kom upp í hugann.

Endilega tékkið á þessu og segið mér hvort þið séuð sammála eða hvort ég sé alveg úti að aka og hafi ekki hundsvit á músik.

Bosnia:  http://www.youtube.com/watch?v=zS8img-tNFM

Pink Floyd: http://www.youtube.com/watch?v=wBkTUzKAiXQ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

öööööö nei ég er ekki að heyra þetta. sorry

en gærkvöldið var geðveikt flott

Anna Bogga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband