Uppáhaldslögin #2

Eins og oft hefur komið fram er ég mikill sökker fyrir Eurovision.  Flest ár eignast ég eitt eða tvö uppáhaldslög, sem eru ekki endilega þau sigurstranglegustu.  Mér hefur þótt mörg Eurovisionlögin í gegnum tíðina skemmtleg, og erfitt að gera á milli margra. En það Eurovision lag sem ég hef hlustað hvað mest á síðustu 3 árin, og er uppáhalds "ekki fræga" eurovision lagið mitt.

Þetta er lagið Stronger Every Minute, með henni ensk-kýpversku Lisa Andreas, sem söng það fyrir Kýpur af mikilli innlifun, aðeins 16 ára gömul.  Hún endaði í fimmta sætið árið 2004.

 


Uppáhaldslögin #1

Ég hef allatíð þótt hafa furðulegan tónlistarsmekk, og er langt á eftir minni samtíð.  Ég kaupi helst ekki plötu eða disk hafi hún verið gefin út á síðustu tveimur áratugum (með þeim undantekningum að tónlistarfólkið hafi verið upp á sitt besta fyrir meira en 2 áratugum)

 Næstu daga ætla ég að skrifa um nokkur af uppálhaldslögunum mínum gegnum tíðina, í engri sérstakri röð, og helst hafa link í lagið, svo þið getið nú áttað ykkur á laginu sem um ræðir.

Fyrst ber að nefna lagið "Just one look" með hinni kyngimögnuðu hljómsveit, The Hollies, en þetta lag hélt ég mikið uppá mjög snemma á tvítugsaldrinum. 11-12 ára sennilega. Lengi vel misskildi ég textann sem "just one love"


Ummæli mánaðarins #3

Adolf Ingi Erlingsson um nýkrýndan heimsmeistara í 100 og 200 metra hlaupi:

"Við erum að tala um svartan strák sem heitir Gay. Það er ljóst að hann hefur þurft að geta hlaupið hratt!"


gömlukallanöldursblogg

Hvað er eiginlega málið með þetta veður!!!!

 fussumsvei.

 

Eru ekki allir bara hressir annars?


Myndaalbúm

Ég hef loks ákveðið að koma upp myndaalbúmi á netinu, og mun ég reyna að eyða smá tíma á dag næsta daga og vikur í að fara yfir myndirnir mínar.  Ég mun byrja á 2004, árið sem við eignuðumst stafræna myndavél, og mun vinna mig til dagsins í dag, og enda á eldri skönnuðum myndum.

Barnalandssíðan verður að sjálfsögðu uppfærð áfram eins og vanalega.

 2 albúm frá 2004 komin inn, og fleiri væntanleg.

Enjoy


Time flies

lilja1

lilja2

lilja3

lilja4

lilja5

lilja6

lilja7


Ummæli mánaðarins part 2

Var aðstoðardómari í 2.flokki kvenna í kvöld (17-19 ára stelpur).  Um miðjan seinni hálfleikinn heyri ég einn varamanninn segja við annan

"Er góð lykt af hárinu á mér"


Ummæli mánaðarins

Dennis Wise um ófremdarástand Leeds, þar sem þeir gátu ekki keypt leikmenn fyrr en fyrir tveim vikum, og að þurfa að byrja tímabilið með -15 stig

 "It´s laughable. Not only have they taken my arms and legs off, now they´ve cut off my balls as well"


Rútubílasaga

Drengur á Akkurreyri var Skaufi fyrir mína tíð og heldur hann uppi ágætisbloggi sem ég lít inná oftar en góðu hófi gegnir.

 Fyrir nokkrum dögum lýsti hann hrakningum Rútubílstjóra á skemmtilegan hátt.

 http://drengur.wordpress.com/2007/07/29/hrakkningar-a-ologlegum-hra%c3%b0a/#comments


blogg til að blogga

Ég sé að það eru nokkkir sem virðast líta hingað við reglulega.  Eins og mér finnst pirrandi þegar fólk gleymir að blogga svo vikum skiptir þegar ég fer minn bloggrúnt, þá er ég manna verstur í þessu.

Þannig að ég vil bara biðjast afsökunar til þeirra sem koma á síðuna, sjá splunkunýja færslu og verða geðveikt spenntir, en átta sig svo á að þetta er blogg um minnna en ekki neitt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband