22.6.2007 | 13:01
Teldu uppí milljón
Ef fólk veit ekki hvað það á að gera við tímann, þá mæli ég með að það kíki á heimasíðuna hans Jeremy Harper, en hann er einmitt að telja upp í milljón.
Þegar þetta er komið er hann kominn upp í 53.974.
Ég er hérumbil reiðubúinn að veðja milljón á að hann klári þetta ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2007 | 01:16
17. júní
Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 11:07
París
París var æðisleg. Frábær borg sem maður verður að heimsækja nokkrum sinnum til að sjá allt sem hún hefur upp á að bjóða. Fórum þangað með vinahjónum okkar.
Gistum á frábæru hóteli nálægt Eiffelturninum, sem er ótrúlegt mannvirki. Virkar alltaf hálfræfilslegur á ljósmyndum, en að standa við hann eða undir honum er magnað.
Disneyland var vonbrigði. Allt voða flott þarna, en of commercial. Alltof mikið af verslunum á kostnað skemmtana. Engu að síður mjög gaman að koma þangað.
Matur og sigling á Signu var æðisileg. Hámark rómantíkurinnar held ég bara.
Svo var maður vissulega dreginn í verslunarferð, en ég enntist stutt og skyldi stelpurnar eftir og fór sjálfur og kíkti á mannlífið og Notre Dame.
Sendum svo konurnar heim á sunnudeginum á meðan við félagarnar tókum bíltúr. París-Lúxemburg-Saarbrucken-Kaiserslautern-Frankfurt. Að aka um á þessum slóðum er snilld og mun maður taka rúntinn um evrópu með familíunni fyrr en seinna.
Lilja var hjá ömmu og afa á Selfossi á meðan og uni sér vel þar, eignaði sér holuna hans Afa síns. hún er strax farin að sýna valdið, þessi dúlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 18:58
Rúnk á Rimini
Quote I Loga Ólafsson í leik Svíþjóðar og Íslands
"Til að lífga aðeins uppá þetta rúnkaði ég mér á Rimini"
"Þeir hafa verið 3-0 yfir áður og misst það niður.........reyndar á móti Dönum á Parken"
5-0, skelfilegt, en Aftonbladet orðar þetta sennilega best
"Pinsamt, Island! Men man kanske ska räkna med mer från ett lag som är rankat 96 i världen. Haiti, Guatemala och Kuwait ligger bättre till."
En ég er farinn til Parísar.
síjúleitergæs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2007 | 08:55
Einn góður
"What troubles you, Sister?" asks the Mother Superior. "I thought this was the day you spent with your family."
"It was," sighed the Sister. "And I went to play golf with my brother. We try to play golf as often as we can. You know I was quite a talented golfer before I devoted my life to Christ."
"I seem to recall that," the Mother Superior agreed. "So I take it your day of recreation was not relaxing?"
"Far from it," snorted the Sister. "In fact, I even took the Lord's name in vain today!"
"Goodness, Sister!" gasped the Mother Superior, astonished. "You must tell me all about it!"
"Well, we were on the fifth tee...and this hole is a monster, Mother -540 yard Par 5, with a nasty dogleg left and a hidden green...and I hit the drive of my life. I creamed it. The sweetest swing I ever made. And it's flying straight and true, right along the line I wanted...and it hits a bird in mid-flight not 100 yards off the tee!"
"Oh my!" commiserated the Mother. "How unfortunate! But surely that didn't make you blaspheme, Sister!"
"No, that wasn't it," admitted Sister. "While I was still t rying to fathom what had happened, this squirrel runs out of the woods, grabs my ball and runs off down the fairway!"
"Oh, that would have made me blaspheme!" sympathized Mother. "But I didn't, Mother Superior!" sobbed the Sister. "And I was so proud of myself! And while I was pondering whether this was a sign from God, this hawk swoops out of the sky and grabs the squirrel and flies off, with my ball still clutched in his paws!"
"So that's when you cursed," said the Mother with a knowing smile.
"Nope, that wasn't it either," cried the Sister, anguished, "because as the hawk started to fly out of sight, the squirrel started struggling, and the hawk dropped him right there on the green, and the ball popped out of his paws and rolled to about 18 inches from the cup!"
Mother Superior sat back in her chair, folded her arms across her chest, fixed the Sister with a baleful stare and said... "You missed the f**king putt, didn't you?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 00:27
Paris Hilton
Greyið stelpan, mætti á MTV verðlaunaafhendingu en svo er gert grín að henni. Henni fannst þetta lítið fyndið en Jack Nicholson virðist skemmta sér ágætlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 11:12
Fíll í baði.
Það hefur lengi verið þekkt að fólk sér ekki alltaf það sama útúr myndum. Þannig hefur ein frægasta myndin af Loch Ness skrímslinu talið ansi mörgum trú um að þarna væri klárlega um skrímsli að ræða, og margir hafa helgað lífi sínu því að komast á snoðir um þetta skrímsli.
Fyrir mér er þetta greinilega fíll í kafi, með ranann upp úr.
Mynd af mbl.is
Nessie eða otur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 11:01
Reyklaust
Já, ég fór á pöbbinn á laugardaginn. Nánar tiltekið Ölver, þar sem steggjaveisla Hafsteins, verðandi eiginmanns Vilborgar frænku, endaði. Ölver hefur alltaf verið útúrreyktur staður, þar sem reykjamökkurinn svífur um allt (eins og á flestum öðrum skemmtistöðum). En þarna sátum við í fjóra tíma og leið vel. Og það sem meira er, fötin voru ekki angandi af ógeði á sunnudagsmorguninn.
Maður á eflaust eftir að sækja pöbbana í meira lagi í sumar. Verst að manni virðist ekki vera óhætt í miðbæ Reykjavíkur, sennilega hættulegustu borg í heimi.
Hann er vinsæll í Svíþjóð, Daninn, sem er búsettur í Svíþjóð, sem lamdi dómarann í einum magnaðast knattspyrnulandsleik milli þjóðanna.
Verst að mörkin í leiknum koma ekki til með að skipta neinu máli. En er þetta eitthvað sem við Íslendingar þurfum að gera til að fá stig. Dulbúa íslendinga, dubba þá upp í landsliðsbúning andstæðinganna og koma þeim í þeirra stuðningsmannahóp, hlaupa svo inná völlinn og ráðast á dómarann, eða boltastrák eða eitthvað slíkt. Allir halda að kauði sé andstæðingur og íslendingar fá öll stigin. Við ættum að geta gert þetta í 5 leikjum í einni undankeppni áður en einhver fattar trendið, og þá eigum við fína möguleika að komast á HM eða EM. En þar sem við eigum ekkert erindi þangað er þetta kannski vond hugmynd.
Íslendingar gerðu jafntefli við land sem er á stærð við tvö Þingvallavötn og með 34.000 íbúa. Vel gert strákar!!
Annars liggur leiðin til París í vikulok í smá afslappelsi. Verður eflaust mjög gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 11:41
Meiri hamborgarar
Svo ég klári nú hamborgarafærsluna frá í síðustu viku þá stóðu Nóatúns borgararnir fyrir sínu.
Í gær borðuðum við systkinini og Lilja saman og keypti ég borgara Í Fjarðarkaupum. Það eru fimm stjörnu borgarar. Nú gefur maður skít í Okurbúlluna Gallerý Kjöt og verslar í Kaupfélagi Hafnarfjarðar, a.k.a. Fjarðarkaupum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 11:39
Þrífarar!!
Baggalútur er sennilega besta síðan á internetinu. Ár eftir ár tekst þeim að toppa húmorinn á síðunni sinni.
Ég varð nú samt hálfsmeykur þegar ég sá þrífara vikunnar hjá þeim. Svipurinn er ótrúlega mikill milli allra þriggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)