Formula 1

Ég hafði mikinn áhuga á Formúlu 1 fyrir nokkrum árum.  Á þeim tíma vann Michael Schumacher flest sem hægt var að vinna, og þegar það hafði gerst nokkur ár í röð minnkaði áhuginn á "íþróttinni" talsvert.  Leiðindaskandalar fylgdu svo í kjölfarið sem voru ekki líklegir til að auka vinsældir greinarinnar.

Tímabilið í ár hefur verið gríðarlega spennandi og þrír gátu sigrað fyrir síðustu keppnina, og urðu úrslit þannig að sigurvegarinn fékk 110 stig en tveir næstu keppendur 109.  Án efa mest spennandi ár í sögu Formúlu 1.

En þá kemur upp eitthvað mál eftir keppnina um svindl af einhverju tagi.  Í þetta sinn eiga nokkur lið að hafa notað bensín með ólöglegu hitastigi Shocking

Takist að sanna þetta, mun það valda því að heimsmeistarinn sem var krýndur í gær missir titilinn, sökum rangs hitastigs í bensíni hjá þriðja liðinu.

Ég held ég horfi aldrei aftur á Formúlukeppni aftur, þetta er komið útí algjöra vitleysu og bull.


mbl.is Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liechtenstein 3 Ísland 0

Í fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég vera niðurlægður, einungis vegna þessa að ég er íslendingur!

Við Íslendingar höfum lifað á höfðatölunni síðustu áratugi.  Sama hversu illa fer, þá lítum við alltaf vel út miðað við þessa blessuðu höfðatölu. 

En í Lichenstein búa 34.000 manns!!

Íslendingar eru með leikmenn í efstu deildunum í england, ítalíu, Spáni, þýskalandi, belgíu og skandinavíu.

Lichensteinar eru með einn leikmann í ítölsku deildinni, hann er þeirra Eiður Smári. Allir hinir leikmennirnir spila í svissnesku eða austurísku 2. deildunum.  Flestir þeirra ekki einu sinni atvinnumenn.

Við vorum rasskelldir af eina liðinu í heimi sem hefur tapað fyrir San Marínó í fótboltaleik. Sú staðreynd hræðir mig.  Ef ég væri eldri en ég er hugsaði ég eflaust aftur um 40 ár til 14-2 taps íslands gegn Danmörku, og rifjaði upp þá tíð þegar Ísland gat eitthvað í fótbolta.

Oft þegar ísland tapar naumt fyrir sterkum þjóðum er talað um að ísland hefði getað stolið stigi ef þetta eða ef hitt hefði gerst.  Í þetta sinn voru voða fá ef. Liectensteinar áttu þetta einfaldlega skilið.

Og svo kemur til greina að Eyjólfur haldi áfram með landsliðið.  Jolli örugglega ágætis kall, en hann er gjörsamlega búinn að missa það með þetta lið.  Burt með hann og/eða burt með Geira KSÍ formann.  Trúverðugleiki hans minnkar hratt og er við það að hverfa.

 


Gamli góði Villi

Þá er Borgarstjórnarmeirihlutinn fallinn í kjölfar á OR-REI málum. 

En spurning dagsins hjá mér er þessi:

Hvar verður púkkað upp á gamla góða Villa sem sendiherra?


Tiltektardagur

Það kom á mig æði í dag (gær).  Ég ákvað að taka til í geymslunni, þar sem drasli hefur verið hrúgað inn frá því við fluttum og í raun stórhættulegt að taka þessi fáu skref að tölvunni sem er þar inni, og skrifborðið hafði ég ekki séð í nokkra mánuði.

 Stórskemmtilegt að taka svona til og nú er allt í einu fullt af lausu plássi.  Sem verður án efa fyllt aftur fyrr en seinna.  Tók líka aðeins til í áfengisbirgðunum mínum og staðan er einhvernveginn svona

 25 lítrar af bjór, þar af 4 lítrar sem renna út í byrjun nóvember, þannig að ég verð að standa mig

8 lítrar af Bombay Gini.

4 rauðvín

5 hvítvín

4 freyðivín

1,5 líter af rauðum ópal

2 Baileys

Því til viðbótar má finna króatískt Romm, króatískan Vodka, Finnskan vodka og rússneskan. Stroh, 2 Viský flöskur, Bacardi, Rósavín, Sheridans, Passova og grænan líkjör.  Mér sýnist ég neyðast til að leggjast í drykkju svo þetta fari ekki til spillis og skemmist.

En talandi um húsfundinn í gær.  Stjórn húsfélagsins fékk tilboð í að loka svölunum, þannig að hægt sé að nýta þær allt árið.  Mjög spennandi kostur, og þá get ég kannski látið verða að því að fá mér borðtennisborð og billiardborð út á svalir.  Kostar reyndar 800 þúsund kr. en ætti að auka verðgildi íbúðarinnar.  Maður fær nú sinn hlut í REI, og á að gera eins og sannur íslendingur og eyða gróðanum fyrirfram Halo

Svo á ég afmæli eftir 10 daga.  Hugmyndir óskast um hvernig sé skemmtilegt að halda uppá þann stórmerka atburða að verða 348 mánaða gamall.  Komi einhver með hugmynd sem verður hrinnt í framkvæmd fær sá hinn sami bjór og glas af gini í verðlaun.

Ég vil líka óska Berglindi systur með afmælið í dag.

ps. Geðveikislegar stuðkveðjur til Skúla Pálssonar


blah

höh?

http://gunnso.blog.is/blog/gunnso/

Fór á húsfélagsfund í gær.  Missti af Leeds í beinni á Ölver í staðinn.  Glatað!!!

ps. húsgjöldin verða hækkuð.

skál Gunna Grin

pps. Ég fór ekki í IKEA í gær.


Emilíana Torrini

Þá er maður kominn heim eftir ánægjulega vikudvöl í Noregi. 

Ætla nú ekki að blogga þannig séð um ferðina, en það vakti athygli að þegar flugvélin mín milli Stavanger og Osló var lennt, að þá var kveikt á tónlist eins og hjá allflestum flugfélögum, og þá heyrði ég kunnulegt lag og kunnulega rödd, og var það engin önnur en Emilíana Torrini á fóninum í innanlandsflugi í Noregi.  Þetta þykir kannski ekkert ófskaplega merkilegt, en í gærkvöld lá ég í sófanum, flakkandi milli sjónvarpsstöðva að leita að einhverju góðgæti, þegar ég stoppaði í nokkrar sekúndur yfir einhverjum amerískum þætti sem ég man ómögulega hver var, á skjá1 eða Sirkus, og þar heyrði ég Emilíönu hljóma líka.

hún er greinilega búin að koma ár sinni vel fyrir borð.


Ættarmót 2006

Ógleymanlegt Smile

 


Uppáhaldslögin #5

Þá er komið að því lagi sem ég hef litið á sem mitt uppáhaldslag síðustu 10-15 árin.  Tónlistarmaður sem hafði gefið tónlistina uppá bátinn fyrir trúarbrögðin.  Tónlistarmaðurinn sem fæddist Steven Demetre Georgiou, varð þekktur undir nafninu Cat Stevens en heitir Yusuf Islam (يوسف إسلام) í dag.

Hann tók Íslamstrú fyrir 30 árum og hætti í tónlistarbransanum til að helga sig trúnni.  Þótt mörgum hafi þótt mikil eftirsjá af tónlistarmanninum Cat Stevens, þá má segja að trúin hafi bjargað lífi hans því svo djúpt var hann sökkinn í eiturlyfjaneyslu, að hann hefði ekki átt mörg ár eftir með því líferni sem hann stundaði þá.

Hann snéri sér lítillega að músik aftur á 10. áratug síðustu aldar, en þá einungis trúarlegs eðlis.  Svo í fyrra gaf hann út alveg hreint frábæra plötu, og virðist vera kominn aftur í tónlistarbransann, og kemur hann fram við sérstök tilefni.  Næst í Royal Albert Hall, 21. september 2007.

Þess má geta að dóttir mín fæddist á 57 ára afmælisdegi kappans.

Father and son er án efa hans frægasta lag, og besta að mínu mati.

 


Uppáhaldslögin #4

Gerry and the pacemakers er bresk hljómsveit frá Norður England líkt og The Hollies.  Þeir eru þekktir meðal fótboltabullna fyrir útgáfu sína af You´ll never walk alone, sem er reyndar ekki eftir þá heldur var lagið samið af Richard Rodgers og Oscar Hammerstein II fyrir söngleikinn Carousel árið 1945. (Útgáfan með Judy Garland er betri en þeirra útgáfa)   Lagið hefur hinsvegar verið tekið upp af nokkrum liðum, þar á meðal Liverpool og Celtic.

Hljómsveitin átti nokkra ansi góða smelli sem ég var hrifinn af milli 10-15 ára, og var You´ll never walk alone ofarlega á þeim lista, og áður en ég vissi að Liverpool aðdáendur hefðu eignað sér lagið.  hinsvegar það lag sem ég hlustaði mest á með Gerry og félögum var lagið Ferry Cross the Mercy.

 


Uppáhaldslögin #3

Ég var kynntur fyrir Nick Cave árið 1998 af skólafélaga mínum í útskriftarferð á Ibiza, og heillaðist strax af stílnum hans.  Þunglyndistónlist hefur jú alltaf höfðað til mín.

Ég hef farið á nokkra tónleika um ævina, ekki alltof marga þó.  Elton John og Sting eru sennilega frægastir þeirra sem ég hef séð á sviði, en þeir komust ekki í hálfkvisti við tónleika Nick Cave í Laugardalshöllinni fyrir tæpu ári síðan......þó hann hafi ekki spilað Into my arms.

Mér þykir mörg lögin hans mjög góð, á meðan önnur höfða ekki til mín.  En sennilega mitt uppáhaldslag með honum er snilldarlagið "Into my arms"

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband