Varúð eurovisionfærsla - seinna undanúrslitakvöldið

Ísland:  *** - Það er ekki sanngjarnt að bera lag sem maður hefur heyrt 30 sinnum saman við lög sem maður er að hlusta á í fyrsta skipti.  Engu að síður er ég nokkuð sáttur við þetta framlag.

Svíþjóð: ***1/2 -  Lag sem ég hef heyrt tvisvar áður, en mér finnst það þrælgott.  Seinna undanúrslitakvöldið byrjar betur en það fyrra, það er ljóst. En hún Charlotte hefurklárlega bætt á sig Silíkoní síðan hún vann hana Selmu okkar.

Tyrkland: * - Næ þessu lagi alls ekki.

Úkraína: **1/2 - Ég er persónulega ekki að fíla þetta, en lagið er gott engu að síður. Gæti náð langt.

Litháen: **1/2 - Kraftmikið og nokkuð sterkt lag, en söngvarinn er ekki alveg að ráða við það.

Albanía: ** - Þjóðlegt, nokkuð grípandi, söngkonan sæt.

Sviss: *1/2 - Ég held ég sé kominn með overdoze af eurovisionlögum á einu kvöldi.

Tékkland: * - Bara fyrir þessar hálfnöktu gellur á sviðinu - nei ég segi bara svona.

Hvíta Rússland: *1/2 - Úkraína senda lagið Hasta la vista í keppnina 2003. Það lag endaði í 14. sæti með 30 stig. Ég spái þessu lagi verra gengi, jafnvel þó hann Ruslan sé voða sætur.

Lettland: * - We say hihihi we say hohoho var mun betra lag en þetta, öll sviðsframkoma og búningar voru mun betri.  Komist þetta lag langt, er ljóst að Ceres4, Gills og Gasarinn hefðu rústað þessari keppni.

Króatía: **1/2 -  Hljóðgæðin í myndbandinu hörmuleg, en þetta lag lofar
góðu. Ellilífeyrisþeginn mætti samteiga sig.  Þetta lag á frekar eitthvað inni en hitt þegar hljóðið verður eðlilegt.

Búlgaría: * - DJ, please take me away........no comment.

Danmörk: **1/2 - Þetta er skítalag, en viðlagið eitthvað svo grípandi.  Vakna örugglega með "all night long" á heilanum í fyrramálið.

Georgía: *** -  Peace will come. Hver man ekki eftir ítalska laginu sem fjallaði um sameinaða evrópu, sem vann eurovision.  Ágætis lag með þennan boðskap hlýtur að gera einhverja hluti. 

Ungverjaland:  ** - Get lítið sagt um þetta lag nema það er rólegt, lag sem virkar ekkert spes við fyrstu hlustun en vinnur örugglega á.

Malta: ** -  Bíddu bíddu, hvað varð um íturvöxnu söngkonurnar sem Maltverjar senda alltaf??  Nú er komin skutla sem syngur um vodka.Magnað, samt ekki.

Kýpur: ***  Ansi söngleikjalegt, einfalt, en mjög skemmtilegt.

Makedónía: * - þetta lag þyrfti að vera í miðri keppni, bara til að fá auka klósettpásu.

Portúgal: * - jess, búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband