Sumarið er tíminn

Heilsan var ekki lengi að verða betri, þó ég sé ennþá með leiðindaslím í mér, 5 vikum eftir að ég veiktist.

Annars er stefnan sett á Akureyri í dag, ferming á morgun og svo verður spókað sig í höfuðstað norðursins.

 Sumarið loksins að sigla í höfn, sem er hið besta mál.  Hef góða tilfinningu fyrir sumrinu.

Að lokum legg ég það til að lögreglan sinni starfi sínu og handtaki og sekti lögbrjótana sem loka hér vegum inn og útúr bænum.  Ég er sannfærður um að þeir loki öðrum æðum til og frá Rvk seinna í dag, og hindri för þúsunda landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svona til að hafa það á hreinu - Akureyri er ekki höfuðstaður yfir nokkrum sköpuðum hlut, ekkert frekar en Seltjarnarnes er höfuðstaður Austurlands.

Gulli (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:07

2 identicon

Þessi athugasemd var í boði Dalvíkings

Leedsarinn (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Leedsarinn

"Annars er stefnan sett á Akureyri í dag, ferming á morgun og svo verður spókað sig í höfuðstað norðursins."

Ehh, Gulli, hvar segji ég að Akureyri sé höfuðstaður Norðurlands?

ég sagðist fara þangað í dag, svo fermingu á morgun, og spókað sig í höfuðstaðnum í kjölfarið. Kannski fór ég til Dalvíkur, hvað veist þú um það???? :)

Leedsarinn, 26.4.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband