kvöl og pína

Nú er heilsan alveg að fara með mann.  Eftir að hafa haft slæman hósta í 2 vikur var hann verulega farinn að hjaðna.  engu að síður var ég með verki í síðunni sem ég fann sérstaklega fyrir þegar ég þurfti að standa upp.  Í gær hinsvegar var ég að reisa mig uppúr sófanum, þegar eitthvað gerðist og sársaukinn var ca. 1000 sinnum meiri en vanalega. Nú fann ég stöðugan sársauka, og varð virkilega kvalinn þegar ég þurfti að hósta eða reyna að standa upp.  Ég ákvað nú að kíkja á læknavaktina, og er ég annað hvort rifbeinsbrotinn, eða með slæmar bólgur í vöðvum milli rifja.

 Ég man ekki eftir að hafa upplifað þvílíkan stöðugan sársauka áður, en ég vona nú að þetta endist ekki lengur.  En það er ljóst, að ég mun ekki leggjast fyrir framan sjónvarið í kvöld, heldur setjast fyrir framan það.  Því versta stellingin af öllum er að liggja.  tók mig dágóðan tíma í gærkvöldi að finna þolanlega stellingu.

Það jákvæða við þetta er að þegar manni líður svona illa, þá hugsar maður með sér að maður verði nú að nýta allan tíma sem manni líður vel í eitthvað sniðugt og skemmtilegt.  Vonandi að ég standi við það í kjölfarið á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nokkur hætta á því? Maður virðist alltaf gleyma svona loforðum jafnóðum :)

Gulli (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:33

2 identicon

Æ greys kallinn. Það er vonandi að þú náir þessu úr þér sem fyrst. Og jújú þú reynir bara að standa við það sem þér dettur í hug.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband