Færsluflokkur: Bloggar

Messi copycat!

Það er lítið talað um annað í fótboltaheimum en mark Messi gegn Getafe í spænska bikarnum.

Menn eru strax farnir að líkja markinu við mark Maradona í HM 86.

Það er ekki að ástæðulausu, mörkin eru meira en keimlík eins og sjá má hér

 


Að páskum loknum

Ljómandi góðu páskafríi lokið og ljóst að maður missti engin kíló þessa páskana. 

Miðvikudagurinn 4. apríl

Eftir vinnu var Kári frændi steggjaður, en kappinn er að fara að gifta sig í næstu viku.  Hann var ansi hissa þegar við strákarnir mættu, enda verðandi kona hans í gæsun og hann ætlaði að hafa það kósí með stelpunum sínum.  Hann slapp nú ansi vel úr þessari steggjun.  Heitur pottur, sund og gufa á Hótel Loftleiðum, horft á Roma sigra Manutd í pottinum og á barnum.  Svo var haldið á eðal staðinn Silfur þar sem maturinn var (dýr)legur.  Þetta var eflaust í fyrsta skipti í sögu steggjana á Íslandi þar sem steggurinn var driver framan af kvöldi.

Fimmtudagurinn 5. apríl

Fermingaveisla hjá Sveini Fannari Daníelssyni frænda.  Asískur matur, mjög gott og gaman að hitta ættingja sem maður hefur ekki séð full lengi.  Fórum svo til Beggu systur í spilakvöld, þar sem við Palli og Haffi tókum stelpurnar í karphúsið í Trivial.

Föstudagurinn 6. apríl

Alveg eins og í gamla daga var þetta frekar leiðinlegur dagur framan af, var lengi að líða.  En svo um kvöldið fórum við í matarboð til Beggu og Palla ásamt foreldrum þeirra beggja, systur Palla og hennar manni og syni.  Þau kunna sko að halda matarboð.  Æðislegur matur, æðislegir eftirréttir, voða kósý stemmning og við enduðum svo á að horfa á flott show í X factornum.  Lilja fýlaði sig ótrúlega vel, hló og hló og hló allt kvöldið. Hún hefur sko hláturinn hennar mömmu sinnar.

Laugardagurinn 7. apríl

Fórum í kolaportið. Ég ætlaði að krækja mér í Kólus páskaegg, en þau voru löngu uppseld og ca. 10 aðrir sem spurðu um eggin þær 2-3 mínútur sem við stóðum að skoða nammið.  Fengum okkur bæjarins bestu í staðinn. Namm.  Héldum svo upp á Akranes og heimsóttum Guðlaugu ömmu Guðbjargar.  Fengum þar góðar móttökur og góðar kökur að ömmu sið.  Skelltum okkur svo í sund í garranum á Akranesi.  Entumst ekki lengi þar, tókum ekki sénsinn á að eyrnarbólga Lilju tæki sig upp aftur.
Rauðvíns- og ostakvöldinu hjá Gunnu og Bjössa var frestað, og skruppum við því í bíó á Sunshine. Mjög sérstök mynd.  Ansi róleg á köflum, en hélt manni alltaf spenntum, og varð óhugnaleg á köflum. Ég bjóst við þessari venjulegu heimsendamynd, en hafði rangt fyrir mér. Mæli með henni fyrir áhugafólk um sci-fi myndir.

Sunnudagurinn 8. apríl

Fórum að gefa bra bra brauð og Lilja talaði ekki um annað en baba allan þann dag, og lék önd með þvílíkum tilþrifum.  Frábært að fylgjast með því.  Sáum líka voffa sem er alltaf voða spennandi.
Það bauð okkur enginn í mat þennan daginn þannig að við gerðum okkur lítið fyrir, keyptum nautakjöt og ég grillaði nautasteik í fyrsta skipti.  Stóð mig nú bara yfir meðallagi vel.

Mánudagurinn 9. apríl

Stelpurnar fóru á Selfoss.  Ég fór í náttbuxur.  Ef mig vantaði frískt loft fór ég út á svalir.  Ef ég var svangur mallaði ég eitthvað úr leyfunum inn í ískap, og náði þannig að búa til indælispasta.  Og páskaeggjarestar í eftirrétt.  Ég hugsa að það sé ennþá far í sófanum eftir mig.  Ljúft.


Sigur

Tveir góðir sigrar unnust um helgina.

1.  Leeds sigraði Preston á föstudaginn.  Mætti ég í Ölver í fyrsta skipti í hálft ár og sá herlegheitin.  Spilamennska Leeds liðsins var til fyrirmyndar og gæði leiksins mun betri en ég þorði að vona.  Og Norður Írinn potaði inn sigurmarkið á síðustu mínútunni.  Enn er von.

2. Hafnfirðingar unnu sætan sigur á Kanadíska risafyrirtækinu Alcan á laugardaginn. 6382 Hafnfirðingar unnu nauman sigur á fyrirtæki með rúmlega 2000 milljarð króna í eignum, rekstrarhagnað uppá meira en 100 milljarða króna árið 2006, fyrirtæki sem greiðir eigendum sínum vænan arð á hverju ári.

Annars var snilldar frændsystkinapartý hjá Beggu systur á laugardagskvöldið........

.....Var í þessum skrifuðum orðum að sjá mynd af mér úr partíinu.  Held ég ræði það ekkert frekar hér.

Annars er margt framundan.

Páskafrí, nokkrar fermingar, nokkur brúðkaup (þar á meðal mitt eigið), eurovision, sumarið, bústaðarferð, utanlandsferð.   Manni leiðist varla mikið á komandi mánuðum.

 


Brilliant!

Gallery Kjöt að opna í næsta nágrenni við mig.

Ég er svo góður kúnni að þeir elta mig hvert sem ég fer.

Þetta verður grillsumarið mikla, það er á hreinu.


Ég er snillingur!

Mér tókst að grilla bónus hamborgara þannig að þeir voru ætir og meira að segja smökkuðust vel.

Ég hélt að það væri ómögulegt!


Róm

Þangað liggur leiðin í sumar í vikuferð.

Bara gaman W00t


Rafha

Það var að rifjast upp fyrir mér þegar ég flutti inn í kjallaraholuna í Mosgerði og ætlaði að sjóða pulsur í fyrsta sinn á Rafha eldavélinni (sama týpa og hægt er að sjá á Rafveitusafni Orkuveitunnar).

Pylsurnar voru sprungnar áður en suðan kom upp.


Eurovision

Ég hef iðulega ekki byrjað að spá í eurovision fyrr en 2 vikum fyrir keppni, en þar sem tíminn fram að keppni er ansi mikið planaður hlustaði ég á 20 sek. brot úr öllum lögunum 42!!! og gaf þeim stjörnur.   0 upp í ****  þar sem ** er í meðallagi.

Spurning að endurtaka leikinn eftir viku eða tvær og sjá hvort álit manns á lögunum breytist mikið á þeim tíma:

Lögin í stafrófsröð:

Albanía: **
Andorra: **
Armenía: *1/2
Austurríki: **
Belgía: *1/2
Bosnía: **
Bretland:  **1/2
Búlgaría: 0
Danmörk: **
Eistland: **
Finnland: **1/2
Frakkland: *1/2
Georgía: 0
Grikkland: **1/2
Holland:  **1/2
Hvíta Rússland: ** 1/2
Írland: **
Ísland: **
Ísrael: 1/2
Króatía: 1/2
Kýpur:  **
Lettland: **
Litháen: **
Makedónía: **1/2
Malta: **1/2
Moldavía: **1/2
Noregur: **
Portúgal: *
Pólland: *
Rúmenía: *1/2
Rússland: **
Serbía: *
Slóvenía: 1/2
Spánn: **
Svartfjallaland: *
Sviss: **
Svíþjóð: ***1/2
Tékkland: *
Tyrkland: **
Ungverjaland: ***
Úkraína:  **
Þýskaland: ***

Skv. þessu lítur minn topp 10 listi svona út:

1. Svíþjóð
2-3. Ungverjaland
2-3. Þýskaland
4-10. Bretland
4-10. Finnland
4-10. Grikkland
4-10. Holland
4-10. Hvíta Rússland
4-10. Makedonía
4-10. Moldavía

 Magnað!!


Álver

Þar sem ég er nýorðinn Hafnfirðingur er mér ekki sama hvort Álverið í Stramsvík verði stækkað eða ekki.  Ég er alfarið á móti því að eitt stærsta álver í heimi rísi í bakgarðinum hjá mér.

Ég hef ekki kynnt mér umræðuna í þaula, enda get ég einfaldlega ekki trúað gögnum frá fyrirtæki sem rekur fólk án skýringa, vegna þess að það hefur gert athugasemdir varðandi öryggi eða önnur innanhúsferli í fyrirtækinu, og það eru athugasemdir sem stjórnendum þóknast ekki. 

En staðreyndirnar tala sínu máli: Mengun mun aukast! það er staðreynd.
Persónulega finn ég fyrir mengun í Vallarhverfinu í Hafnarfirði, þó álverinu sé ekki alfarið um að kenna þar, og ég hef lítinn áhuga á að auka við þá mengun.  Auk þess sem stækka þarf spennustöðvar og slíkt sem mun auka sjónmengun til muna.

En það sem mér blöskrar mest er þessi hræðsluáróður sem Álversmenn hafi haldið uppi.  Hóta að loka þurfi álverinu verði það ekki stækkað, því þessi stærð sé ekki hagkvæm!!!  Staðreyndin er samt sú að einungis 2 eða 3 álver sem Alcan rekur eru stærri en álverið í Straumsvík.

Það er staðreynd að Álverið fer ekki fyrr en eftir 10-15 ár í fyrsta lagið verði það ekki stækkað. 

  Þetta alþjóðlega stórfyrirtæki mun græða milljarða, ef ekki tugi milljarða á ári hverju á fyrirhugaðri stækkun, á kostnað lífsgæða Hafnfirðinga.   Með því að nota áðurnefndan hræðsluáróður er fyrirtækið enn og aftur að ljúga blákalt ofaní opið geðið á okkur Hafnfirðingum einfaldlega til að koma vilja sínum á framfæri.  Siðferði virðist ekki til hjá Alcan. 

Nýjasta framferði þeirra er að fá birgja sína í lið með sér í samtökin Hagur Hafnarfjarðar.  Þessir birgjar munu auka hagnað sinn gríðarlega verði af stækkun, enda mun álverið þurfa aukin aðföng, en í stað þess að tala um það, tala þessir birgjar um að þeir fari á hausinn verði ekki af stækkuninni, enda sé álverið þeirra aðalviðskiptamaður og því verði lokað verði það ekki stækkað.

Þessi samtök auglýsa á mörgum síðum í öllum hafnfirskum fréttabréfum = Reyna að kaupa atkvæði þeirra sem eru óákveðnir.  Ekki í fyrsta sinn sem Alcan reynir að kaupa sér frið.  Skemmtileg tilviljun hvað þeir urðu allt í einu gjafmildir í kringum jólin.....eitthvað sem Hafnfirðingar höfðu ekki séð frá fyrirtækinu áður.

Ég mæli með http://www.solistraumi.org/ fyrir alla Hafnfirðinga og aðra sem áhuga hafa á þessu máli.


Markheppinn markvörður

Þetta er nú ekki fyrsta markið sem Paul Robinson skorar. Hann jafnaði á síðustu sekúndunum í deildarbikarleik gegn Swansea minnir mig fyrir nokkrum árum.  Tryggði Leeds framlengingu í leiknum, sem þeir unnu svo í vítaspyrnukeppni.

Ætli hann sé ekki orðinn einn markahæsti markvörður enskrar knattspyrnu fyrr og síðar!

Verst að Robinson verður ekki í markinu hjá Leeds þegar þeir mæta Swansea í deildinni á næsta ári Frown


mbl.is Robinson markvörður skoraði af um 80 metra færi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband