Færsluflokkur: Bloggar
23.5.2007 | 12:17
Gangi ykkur vel í kvöld
Ég vil óska stuðningsmönnum Liverpool og AC Milan góðs gengis í kvöld.
Stressið mun verða óbærilega, hjartað mun missa út nokkur slög. Einhver sjónvörp munu brotna og málning flagna af veggjum. Nokkrir bjórar verða eflaust drukknir og hver veit nema karlmenn sjáist með bjór í annarri og grillspaða í hinni uppúr klukkan 5 í dag.
Munið samt að þetta er bara leikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 11:09
Tenglar í veffjölmiðlum
Það fer svoldið í taugarnar á mér hversu oft vantar tengla í veffjölmiðlum þegar vitnað er í heimilidir. Ég veit nú ekki hvort slíkt sé skilt skv. lögum, reglum og venjum um heimildir, en mér finnst að fjölmiðlar ættu að taka það upp í auknum mæli.
Nú var ég t.d. að lesa frétt á mbl.is um Rod Baber sem hringdi fyrstur manna af Everest tindi. Í fréttinni er tekið fram að upptaka sé af símtalinu á bloggi þessa ágæta fjallgöngumanns. Slíkt vekur áhuga margra sem vilja e.t.v. hlusta á þessa upptöku, eða kíkja á blogg manns sem var að koma niður af Everestfjalli, en til þess þarf maður að fara á google og vona að bloggsíðan hans sé ofarlega á lista þar.
MBL og aðrir netfjölmiðlar. Fleiri tengla takk!!!
Fyrsta símtalið af tindi Everest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 10:38
Erfið þraut
Ég er ekki oft í leikjum á netinu, en hef gaman af þrautum ýmiskonar.
Reyndi mig því við þessa hér
Ég náði að leysa þetta á endanum, en það er kannski siðferðislega röng lausn.
Kíktu á þetta, en ekki eyða of löngum tíma í það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 10:09
WTF!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 15:15
Eru kjósendur fífl og hafa ekki sjálfstæðan vilja?
Eru kjósendur fífl og hafa ekki sjálfstæðan vilja? Þannig skil ég skilaboð Björns til þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokksins en strikuðu Björn út.
Geir Haarde fannst ómaklegt af fimmtungi kjósenda að strika út Björn og Árna Johnsen.
Hver vill taka að sér að útskýra fyrir þessum köppum fyrir hvað lýðræði stendur ?
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2007 | 10:13
Uppgjör
Maður hefur verið ansi tímabundinn og latur við að blogga síðustu 2 vikur, og því ekki úr vegi að fara yfir helstu atriði í mjög fljótu máli.
Gifti mig þann 5. maí. Frábær dagur í alla staði. Athöfnin rosa falleg. Veislan alveg brilliant. Klárlega besta brúðkaup sem ég hef farið í. Ég vil þakka fyrir allar kveðjur og þakka öllum sem samglöddust með okkur á þessum frábæra degi.
Eurovision undankeppnin fór fram 10. maí. Rifjaðir voru upp gamlir tímar, þegar pöntuð var Hlíðarpizza eitt skiptið yfir eurovision, og eyðilagði það keppnina fyrir mér og Beggu systir, enda var pizzan svo vond. svo líklegasti kandídatinn fyrir vonda pizzu var prófaður, BigPapas. Þær stóðu ekki undir væntingum, enda alveg ágætustu pizzur á mjög svo sanngjörnu verði. Maður á eflaust eftir að versla þar aftur. Undankeppnin var í slakara lagi að mínu mati, og austantjaldsþjóðirnar röðuðu sér í efstu 10 sætin. Ef bara Færeyjar og Grænland væru að taka þátt í Eurovision, þá hefði Eiki komist í úrslitin.
Eurovision aðalkeppnin fór svo fram á laugardeginum og buðu Alli og Anna í eðalgrilljúróvisjónkosningapartý. Grillmatur var brilliant, félagskapurinn jafnvel betri, en keppnin var vond. Ein versta júróvisjón sem ég man eftir. Horfðum á lokin og stigagjöfina á BBC, Terry Wogan klikkar seint. Þetta olli því að við misstum af fyrstu tölum, en stjórnin sem sagt var fallin skv. þeim.
Þegar heim var haldið aftur var stjórnin komin í meirihluta, en hann var það tæpur að Framsókn mátti ekki fá 3 atkvæði í einu kjördæminu til að fella stjórnina. Það fannst mér fyndið. En stjórnin hélt með minnsta mun eins og flestir vita.
Framsóknarmenn höfðu gefið út að ekki væri grundvöllur á áframhaldandi stjórnarsetu þeirra yrðu niðurstöður kosninganna sambærilegar og kannannir höfðu sagt um, en eðli þeirra kom í ljós eftir að úrslitin urðu ljós, og eiga þeir vafalaust eftir að sleikja tærnar á Geir og co. til að fá að vera með áfram. Persónlega vil ég fá DV (xD og xV) stjórnina. Þannig ætti ákveðið jafnvægi að nást. DS stjórn er ásættanleg líka, en ég vil fyrir alla muni losna við litla spillta bændaflokkinn.
Annars finnst mér lélegt af Geir Haarde að segja það ómaklegt að fólk hafi notað rétt sinn til útstrikanna. Mér finnst það hrokafullt af honum og að hann sé í raun að gefa skít í kjósendur.
En nóg af bannsettri pólitíkinni. Leiðindatík sem ætti að lóga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 09:21
Leeds fallið
Þau sorglegu tíðindi gerðust um helgina að Leeds féll í þriðju efstu deildina í Englandi.
Ég er ónýtur maður
Hinsvegar er ég á leið upp að altarinu eftir 5 daga.
Þá verð ég glaður maður aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 10:14
Uppgötvun mánaðarins
Ég gerði magnaða uppgötvun í gær þegar ég var að blaða í Víkurfréttum. Billys pizzur fást í samkaupum.
Þessar eðal örbylgjupizzur voru sennilega það fæði sem fór í mestu magni ofan í mig í Svíþjóð, enda hræódýrt, minnsta mál í heima að henda þessu í ofninn á 3:30 og bragðið fyrir ofan meðanlag af örbylgjumat að vera.
(ef þið verðið fyrir vonbrigðum og teljið þetta algjöran viðbjóð er litlu matarúrvali í Svíþjóð um að kenna)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 00:05
Fótboltaklúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 14:45
Meira eurovision
Tók aðra umferð í að hlusta á lögin. Topp 10 listinn í dag lítur svona út.
1. Ungverjaland
2. Svíþjóð
3. Hvíta Rússland
4. Makedónía
5 Þýskaland
6. Bosnía
7. Sviss
8. Malta
9. Rússland
10. Bretland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)