2.4.2008 | 23:21
ég lifi enn, þó tæpt sé
Nú er það svart, það er ljóst sagði einhver snillingurinn eitt sinn. En ég er búinn að vera veikur síðan 17. mars, eða góðar 2 vikur.
fir
Byrjaði á hita og almennum slappleika. Hitinn fór ekki mikið yfir 38 gráður, en engu að síður var ég alveg off þessa daga. Nokkrum dögum síðar virtist flensan nokkurnveginn vera búin að jafna sig, en ´þá byrjaði ég að hósta. Og þvílíkan hósta hef ég aldrei fengið. Hann hefur verið svo slæmur og í svo langan tíma að ég er kominn með þvílíkar harðsperrur í síðuna, að það er virkilega sárt að hósta. Ekki nóg með það, heldur skall kvef á mér fyrir 3 dögum ofan á allt hitt og geri ég lítið annað en hósta og snýta mér, með tilheyrandi skemmtilegheitum. Mætti nú í vinnu í byrjun vikunnar, en ákvað af tillitsemi við starfsfélagana og sjálfan mig að halda mig heima í dag, og sennilega morgun líka.
En djöfull er það viðbjóðslegt að vera veikur í svona langan tíma, ég er kominn með algjört ógeð á heimilinu mínu, og þrátt fyrir að vera heima allan daginn, kemur maður engu í verk.
En að öðru. Leeds er í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina um laust sæti í 1. deildinni að ári. Liðin í 3-6 sæti og 4-5 mætast heima og að heiman um sæti í úrslitaleik á Wembley. Sá leikur fer fram mánudaginn 26. maí og er ég harðákveðinn í að fara þangað komist Leeds alla leið. Ég fór nú til Cardiff fyrir 2 árum þegar þeir spiluðu um sæti í úrvalsdeildinni, og töpuðu. Það var leiðindaferð. Myndi aldrei fyrirgefa mér það að fara ekki þegar þeir loksins komast upp.
Allt að fara til fjandans í efnahagsmálunum. Verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnvöld og seðlabanki takast á við vandann, en það er eitthvað sem segir mér að þegar allt kemur til alls mun veiking krónunnar verða minniháttar, þrátt fyrir að hún hafi farið í ansi langt niður.
Svo styttist í eurovision og mun ég vissulega bjóða upp á nokkra slíka pistla lesendum (ef einhverjir eru eftir) til mikillar gleði og ánægju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.