Pylsurýni #3

Við vorum hjá tengdó á Selfossi á gamlárskvöld, og því auðvitað bráðnauðsynlegt að kíkja í Pylsuvagninn á Selfossi.

Pylsan: *****
Bestu pylsur á landinu, og aðeins Bæjarins Bestu sem eru sambærilegar.

Þjónusta og viðmót: *****
Þetta er lúgusjoppa með 2 lúgur, yfirleitt er bílaröðin þó talsverð, og því koma afgreiðslustúlkurnar út(hef aldrei séð strák vinna þarna þau 8 ár sem ég hef vanið komur mínar á þennan stað) og taka við pöntun, og sama hversu stór hún er, það hefur aldrei klúðrast neitt.

Umhverfi: ****
Þar sem þetta er lúgusjoppa situr maður í bílnum og borðar, en hún er staðsett á góðum stað, við Ölfusánna og kirkjan þarna líka.  Reyndar fer þetta svoldið eftir veðri líka, en ég gef umhverfinu 3 stjörnur.

Verð: ****
2 pylsur, 2 kók og 1 pylsubrauð á 900 kr.  pylsa og kók kostar því sennilega 400 kr.  Ekki ódýrt, en gæðin eru bara svo mikil að manni er sama um verðið

Heildareinkun: 23* af 25* eða 9,2 í einkun á skalanum 0-10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáhá. Mér er reyndar alltaf hugsað til þín þegar ég keyri fram hjá þessari puslusjoppu enda man ég eftir því einhverntíman þegar við fórum saman austur að þú tilkynntir mér að þarna væri bestu puslur í heiminum. Ég hef nú kanski ekki spáð eins svaðalega mikið í þessu og þú er hef nú ekki misst mig ennþá í þessum pulsuvagni

Anna Bogga (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 08:48

2 identicon

Sæll Árni, ég hef sérstaklega gaman að pylsurýninni hérna á síðunni. Mig langar samt aðeins að gagnrýna rýnina. Þú segir nefnilega í textanum að umhverfið fái 3 stjörnur en setur svo 4 stjörnur við fyrirsögnina. Þetta lækkar aðeins einkunnina en ég mun samt sem áður splæsa í eina með tómat og steiktum næst þegar ég á leið um Selfoss. Fyrst þetta kemst nærri Bæjarins bestu.

Athugull lesandi (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband