29.11.2007 | 13:26
Pylsurýni #2
Þurfti að skjótast með konunni í hádeginu, það dróst og við þurftum að fá okkur að borða í flýti. Enduðum í sjoppunni Anna Frænka í síðumúlanum. Þetta var uppáhaldssjoppan mín þegar ég vann á póstinum og í Kaupþingi. Þá var þarna freistandi samlokubar, bestu pylsur í bænum og annað góðgæti og persónuleg og góð þjónusta. Ég fór svo þarna síðasta sumar og þá var búið að skipta um eigendur. Komin ljósaskilti með sveittum hamborgurum og fleiru í sjoppuna, úrvalið virtist minna og allt frekar óspennandi. Í dag eru greinilega komnir enn nýjir eigendur. Tvær eldri konur að afgreiða, eina sem fékkst var heitur réttur dagsins (hakk og spagettí), pylsur og hamborgara. Virtist vera hægt að fá samlokur líka en virkaði óspennandi. Nammi úrvalið var minna en í herbergi hjá meðalkrakka á laugaredegi. En allavega, þá fekk ég mér pylsu (annan daginn í röð )
Pylsan: **1/2
Ósköp venjuleg pylsa. Ekki vond og ekki góð. Ég geri betur þegar ég hendi pylsu í pott heima og er með nýtt pylsubrauð.
Þjónusta og viðmót: ***1/2
Tvær eldri konur að afgreiða og gerðu það með bros á vör.
Umhverfi: *1/2
Það virtist sem ætlunin var að hafa þetta þokkalega huggulegt og ekki sjoppubrag þarna inni, en það gjörsamlega mistókst. Heildarútlit sjoppunar einfaldlega ljótt.
Verð: ***
Pylsa á 200 kr. og Pylsa og 1/2 L af Pepsí á 300 kr. Þokkalegt verð.
Heildareinkun: 13* af 25* eða 5,2 í einkun á skalanum 0-10
Athugasemdir
Voðalega er minn í miklu bloggstuði þessa dagana! Maður má ekki líta aðeins frá tölvunni og þá eru bara komnar 5 nýjar færslur! :)
Ég hlakka til að sjá einkunnirnar þegar þú kemur næst af Bæjarins bestu :-)
Góðar stundir,
BB
Begga syss (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:53
Kann sannarlega að meta pylsuáhugann. Ég var rétt í þessu að éta ofan í mig pólska pylsu sem ég keypti í Nettó. Þvílíkur og annar eins djöfulsins munur frá þessu hangikjötsógeði sem við látum ofan í okkur dags-daglega hérna. Testaðu þetta!
Drengur (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:18
Ja mér finnst þetta of há einkunn miðað við hvernig þú lýstir þessu.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.