Pylsurýni #1

Þar sem ég er í einstöku bloggstuði í dag ætla ég að byrja nýjan flokk sem heitir Pylsurýni.

Þar sem ég fæ mér pylsu nánast í hverri viku þá finnst mér ekki úr vegi að taka út þær sjoppur eða staði þar sem pylsan er keypt, og meta pylsuna, þjónustu og viðmót, umhverfið og verð.  Hef ég ákveðið að einkunnir frá 0 upp í *****.  Þar sem bragð pylsunnar er höfuðatriðið mun ég reikna það tvöfalt í heildareinkunn.

 Staður og dagsetning: IKEA, 28.11.2007

Pylsan: *1/2
IKEA pylsur hafa aldrei verið þekktar sem mikið lostæti, en eru þó skömminni skárri á Íslandi en Svíþjóð. Pylsan var ekki góð. Lilja er mér sennilega ósammála þar sem hún hesthúsaði tveimur.

Þjónusta og viðmót: 1/2
Tvær stelpur að afgreiða, voru röskar, en maður sá á þeim að þær vildu vera einhverstaðar annarstaðar. Var vísað í ranga átt þegar ég spurði um gosvélina og þær leiðréttu það ekki þó ég labbaði um eins og fífl vitlausu megin við borðið leitandi að henni

Umhverfi: **
Borð og bekkur til staðar, ekki snyrtilegt né huggulegt, en ásættanlegt.

Verð: *****
Pylsa á 115 kr. og pylsa og kók á 170 kr. Færð ekki ódýrari pylsu.

 Heildareinkun: 10,5* af 25* mögulegum eða 4,2 í einkun á skalanum 0-10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband