Kristilegt uppeldi

Ég er sennilega að hætta mér útá hálan ís með því að ræða um trúarbrögð hér.  En ég varð einfaldega að rasa aðeins út um þessa frétt hér: http://visir.is/article/20071129/FRETTIR01/71129038.

Hún fjallar í stuttu máli um að ákveðnir leikskólar í Breiðholti hafa ákveðið að gera hlé á samstarfi við kirkjuna.

Ég lít á mig sem kristinn, en er ekki gríðarlega trúaður.  Einu kirkjuheimsóknir mínar eftir fermingu eru brúðkaup og jarðafarir og einstaka skírn.  Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og hef haldið á lofti þeirri skoðun minni að kristin trú hefur kostað fleiri mannslíf síðustu 1000 árin en nokkur annað.

Engu að síður er kristna trúin eins og hún er kennd í skólum mjög falleg.  Hún kennir virðingu fyrir öðrum, fyrirgefninguna og tekur á grundvallargildum góðs samfélags.  Vissulega kennir hún þetta með sögum (sem margir kalla tröllasögur) af Jesú og kraftaverkum hans.  Allt saman eru þetta afskalega fallegar sögur af góðum manni sem vill engum illt, ekki einu sinni vondu fólki.

Ég las þessar sögur þegar ég var ungur, vegna þess að þær voru kenndar í skólanum.  Innihald þeirra flestra er gleymt en grundvallaratriðin sitja eftir.  Ég vil að dóttir mín lesi þessar sögur og kynnist kristinni trú í gegnum skólakerfið.  Ég vil líka að hún kynnist gildum annarra trúa, en kristnin á að vera grundvöllurinn í trúarbragðafræðum skólanna. 

KRistin trú hefur verið trú íslendinga síðustu 1007 árin og það á ekki að breytast þó hingað flytji til lands fólk af öðrum uppruna sem alið hefur verið upp við önnur trúarbrögð.  Mergur málsins er nefnilega sá að Kristin trú, Íslam og mörg önnur trúarbrögð eru byggð á sömu grundvallarhugmyndinni um einn guð.  Ágreiningurinn liggur einungis í hver bað út boðskap hans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

sæll, ég sé þig sem prime candidate á einhvern sem þarf lítið til, til að fá útúr þessari trú.

ef þú ert bókamaður, lestu einhverja að allar af eftirfarandi bókum

1) the end of faith - sam harris

2) the god delusion - richard dawkins

3) god is not great - christoper hitchens

4) breaking the spell - dan dennett

5) why i am not a christian - bertrand russel

6) god the devil and darwin - niall shanks

allt góðar bækur, og þú ert næstum því kominn út úr þessu fangelsi sem er trúarbrögð. þarft bara að finna síðasta lykilinn, opna búrið og labba út. þegar þú ert kominn þangað muntu furða þig á því hvernig þú gast sætt þig við að vera þarna inni sjálfviljugur.

góðar stundir :)

Egill, 29.11.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband