Bíó og Burritos

Við hjónin skelltum okkur í bíó í gær (ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég nota hjón yfir okkur, hljómar hálf undarlega Errm Smile) á American Gangster. Fín mynd og mæli ég með henni. Er það ýmindun í mér eða eru sætin í Smáralindin og Álfabakkanum miklu betri en í Kringlunni?

  Við rifjuðum upp hvenær við fórum nú í bíó síðast, því það er langt um liðið.  Síðasta bíóferð var í Stavenger í Noregi í september, í sal 7 í hinu ágæta kúltúrhúsi þar.  Ca. 18 sæta salur sem við sátum í og horfðum á 28 weeks later.  Áður en myndin hófst var gengið í salinn og allir beðnir um skilríki, þar sem myndin var bönnuð innan 18.  Þrír útlenskir strákar sátu þarna og sögðust ekki hafa skilríki á sér (hverjar eru líkurnar á því að þú talir ekki norsku í noregi og hafir engin skilríki á þér?) Ég hefði giskað á að þeir væru 17-18 ára.  Þar sem þeir voru ekki með skilríki, var hóað í öryggisvörð sem vísaði þeim úr salnum, ansi skemmtilegt atriði.

Þar sem við fórum í sex bíó gafst ekki mikill tími fyrir rómantískan kvöldverð fyrir bíóverðina, og því fórum við á Stjörnutorg Kringlunnar. Þar hafði ég ekki borðað í furðu langan tíma miðað við að þarna er senniega besta úrval skyndibitastaða samankomið á einum stað í heiminum.  Við fórum á Serrano og fengum okkur Burritos.  Við fáum okkur reglulega Burritos heima, eða pönnukökur eins og það er kallað í minni familíu.  Ljómandi góður matur og einfaldur í eldun.  Ég hef fengið mér svoleiðis tvisvar á Taco Bello og það er hreinn viðbjóður.  Á Serrano var þetta hinsvegar æðislegt.  Ég trúði ekki hversu miklu magni af kjúkling og meðlæti var hægt að troða á þetta, en það hafðist og það meira að segja gekk vel að borða þetta þrátt fyrir að það væri gjörsamlega útroðið.

Þannig að ég mæli hiklaust með American Gangster og Serrano.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Agalega ertu rómantískur frændi. !!!! öööööö

Anna Bogga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:07

2 identicon

já, ég er mjög rómantískur .  Ertu með betri hugmynd í rómantískan kvöldverð þegar kl. er 17:15 og myndin byrjar kl. 18:00?

Ég hefði boðið henni út að borða, ef það hefði ekki verið svo fjandi kalt úti....(já, á bæjarins bestu )

Árni Þór (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: Gunnso

já... mér finnst ég nýbúin í bíó... það var örugglega með ykkur í ágúst...

hvernig stendur á því að maður er hættur að fara í bíó?

Gunnso, 29.11.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband