15.11.2007 | 13:57
Starfsfólk á kassa í verslunum
Hver kannast ekki við það að fara að versla og vera pirraður í röðinni og láta svo greyið starfsmanninn á kassanum fá skammir sem hann á ekki skilið (kannski á hann þær skilið í sumum tilfellum, en allir geta gert mistök etc.) Yfirleitt er þetta mjög ungt fólk á kössunum, um eða undir tvítugu, eða jú útlendingar.
Nú geri ég öll stórinnkaup í Bónus, þó maður kíki í krónuna endrum og eins líka. Ef eitthvað lítið vantar, eða góðan ferskan mat er Nóatún yfirleitt fyrir valinu. Bónus er jú lágvöruverslun á meðan Nóatún gerir út á gæði og góða þjónustu.
Í bónus þarf maður jú að bíða í röð, en kassafólkið er mjög röskt og kurteist þótt pirringur og stress viðskiptavina svífi um alla verslun. Maður tekur í raun fyrst eftir því hvað margir eru verulega stressaðir, þegar maður er sjálfur afslappaður. Ég hef jú lent í starfsólki í bónus sem þekkir ekki muninn á kálhaus og appelsínu, eða sem er svo hægt að maður gæti ferjað hverja vöru útí bíl áður en næsta vara er kominn í gegnum skannann. en yfirleitt er þetta nýtt starfsólk sem er orðið röskt eftir nokkurra daga þjálfun.
hinsvegar þegar ég fer í Nóatún, yfirleitt í Hafnarfirðinum, þá er ekkert að gera. Krakkarnir á kössunum eru þá spjallandi við hvert annað, og alveg sama þó það sé kominn kúnni, þeir klára sínar samræður áður en kúnninn er afgreiddur. Þetta á ekki bara við á kössunum þar, heldur í kjötborðinu líka. Þetta getur verið sérlega pirrandi þegar maður þarf að bíða í mínutur eftir afgreiðslu og enginn á undan manni í verslun sem gerir út á gæði og góða þjónustu.
Og fyrst ég er að tala um starfsfólk verslana fá tvær sögur að fylgja með.
Sú fyrri er um virkilega pirraðan viðskiptavin í Bónus sem gjörsamlega springur þegar hann er kominn á kassann og hellir sér yfir aumingja kassadömuna sem er sárasaklaus af því sem maðurinn eys út úr sér. hún leyfir honum að klára að rasa út. Þegar kúnninn hefur lokið sér af segir afgreiðslustúlkan einfaldlega "I´m sorry, I don´t understand Icelandic"
Hin gerist í Nóatúni þegar eldri kona kemur með tvo hluti á kassann og segir við ungann afgreiðslustrák "Ég ætla að fá hvorutveggja" greyið strákurinn verður eitt stórt spurningamerki og spyr "ætlarðu að fá hvorutveggja!!!! hvað þýðir það eiginlega", Strákurinn á næsta kassa svarar þá "hey, þetta gerðist fyrir mig í síðustu viku. Þetta þýðir að hún ætlar að fá báða hlutina!!"
Athugasemdir
Hehe. Snilld!! Örugglega hræðilegt að LENDA í þessu ;-)
Begga syss (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:26
múhahhahaha
hrein snilld...
En ég er sammála þessu með nóatún... og þar eru það ekki bara litlu krakkaormarnir heldur líka eldri karlarnir í kjötborðinu...
Gunnso, 16.11.2007 kl. 10:58
Hahaha verslaðu bara í Nettó...alveg fullkomin ró þar.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.