22.10.2007 | 09:32
Formula 1
Ég hafði mikinn áhuga á Formúlu 1 fyrir nokkrum árum. Á þeim tíma vann Michael Schumacher flest sem hægt var að vinna, og þegar það hafði gerst nokkur ár í röð minnkaði áhuginn á "íþróttinni" talsvert. Leiðindaskandalar fylgdu svo í kjölfarið sem voru ekki líklegir til að auka vinsældir greinarinnar.
Tímabilið í ár hefur verið gríðarlega spennandi og þrír gátu sigrað fyrir síðustu keppnina, og urðu úrslit þannig að sigurvegarinn fékk 110 stig en tveir næstu keppendur 109. Án efa mest spennandi ár í sögu Formúlu 1.
En þá kemur upp eitthvað mál eftir keppnina um svindl af einhverju tagi. Í þetta sinn eiga nokkur lið að hafa notað bensín með ólöglegu hitastigi
Takist að sanna þetta, mun það valda því að heimsmeistarinn sem var krýndur í gær missir titilinn, sökum rangs hitastigs í bensíni hjá þriðja liðinu.
Ég held ég horfi aldrei aftur á Formúlukeppni aftur, þetta er komið útí algjöra vitleysu og bull.
Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.