Tiltektardagur

Það kom á mig æði í dag (gær).  Ég ákvað að taka til í geymslunni, þar sem drasli hefur verið hrúgað inn frá því við fluttum og í raun stórhættulegt að taka þessi fáu skref að tölvunni sem er þar inni, og skrifborðið hafði ég ekki séð í nokkra mánuði.

 Stórskemmtilegt að taka svona til og nú er allt í einu fullt af lausu plássi.  Sem verður án efa fyllt aftur fyrr en seinna.  Tók líka aðeins til í áfengisbirgðunum mínum og staðan er einhvernveginn svona

 25 lítrar af bjór, þar af 4 lítrar sem renna út í byrjun nóvember, þannig að ég verð að standa mig

8 lítrar af Bombay Gini.

4 rauðvín

5 hvítvín

4 freyðivín

1,5 líter af rauðum ópal

2 Baileys

Því til viðbótar má finna króatískt Romm, króatískan Vodka, Finnskan vodka og rússneskan. Stroh, 2 Viský flöskur, Bacardi, Rósavín, Sheridans, Passova og grænan líkjör.  Mér sýnist ég neyðast til að leggjast í drykkju svo þetta fari ekki til spillis og skemmist.

En talandi um húsfundinn í gær.  Stjórn húsfélagsins fékk tilboð í að loka svölunum, þannig að hægt sé að nýta þær allt árið.  Mjög spennandi kostur, og þá get ég kannski látið verða að því að fá mér borðtennisborð og billiardborð út á svalir.  Kostar reyndar 800 þúsund kr. en ætti að auka verðgildi íbúðarinnar.  Maður fær nú sinn hlut í REI, og á að gera eins og sannur íslendingur og eyða gróðanum fyrirfram Halo

Svo á ég afmæli eftir 10 daga.  Hugmyndir óskast um hvernig sé skemmtilegt að halda uppá þann stórmerka atburða að verða 348 mánaða gamall.  Komi einhver með hugmynd sem verður hrinnt í framkvæmd fær sá hinn sami bjór og glas af gini í verðlaun.

Ég vil líka óska Berglindi systur með afmælið í dag.

ps. Geðveikislegar stuðkveðjur til Skúla Pálssonar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja þegar stórt er spurt frændi.  Þú telur ekki upp áfengisbyrgðarnar og ert svo í vandræðum með hvað á að gera á afmælisdeginum. Getur haldið partý til miðnættis!!! Þetta er hvort eð er alltaf svo þreytt lið sem er hjá þér.  Allir farnir heim fyrir 12 eins og Öskubuska. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:10

2 identicon

Til hamingju Berglind :)

Alli (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:42

3 identicon

Takk strákar mínir! :) Það er greinilega engin spurning hvað verður gert á afmælinu þínu! Sullað í áfengi langt fram eftir nóttu!!  ....og mér líst vel á svala-hugmyndina. Ég get þá loksins sýnt þér billjard-hæfileika mína! :)

BB

Begga syss (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband