3.9.2007 | 14:52
Uppáhaldslögin #1
Ég hef allatíð þótt hafa furðulegan tónlistarsmekk, og er langt á eftir minni samtíð. Ég kaupi helst ekki plötu eða disk hafi hún verið gefin út á síðustu tveimur áratugum (með þeim undantekningum að tónlistarfólkið hafi verið upp á sitt besta fyrir meira en 2 áratugum)
Næstu daga ætla ég að skrifa um nokkur af uppálhaldslögunum mínum gegnum tíðina, í engri sérstakri röð, og helst hafa link í lagið, svo þið getið nú áttað ykkur á laginu sem um ræðir.
Fyrst ber að nefna lagið "Just one look" með hinni kyngimögnuðu hljómsveit, The Hollies, en þetta lag hélt ég mikið uppá mjög snemma á tvítugsaldrinum. 11-12 ára sennilega. Lengi vel misskildi ég textann sem "just one love"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.