Okur í gallerý kjöt.

Ég hef talað óskaplega vel um Gallerý Kjöt hamborgara við alla sem vilja heyra, og kaupi ég helst borgara hjá þeim.

Ég bauð foreldrum og systrum í grill í kvöld og ætlaði að grilla gómsæta gallerý kjöt borgara, en tók eftir því að þeir voru hættir að selja eftir vigt og farnir að selja í stykkja vís.  Kílóð var á 1500-1600 kr. Nú kostaði 110 gramma borgari 215 kr. stk.  Það útleggst sem 1955 kr. kílóið. Dágóð hækkun þar.

Allavega, 5 stórir hamborgarar og 1 lítill, með brauðum og einni dollu af hamborgarasósu kostaði 3000 kr. sléttar. Mér blöskraði svo verðið að ég bað afgreiðslukonuna vinsamlegast að ganga frá þessu aftur, og skila til eigendanna að stór kúnni og mikill aðdáandi hafi ekki séð sér fært að versla hjá þeim sökum allt of mikillar hækkunnar.

Fór í Nóatún í staðinn, sem eru rándýrir líka.  Þar fékk ég nákvæmlega sömu vörur á 1900 kr. (minni hamborgarinn var þó 20gr. léttari í Nóatúni)

Mismuninn notaði ég til kaupa á brauði, jógúrti, skyri, eplum og BBQ sósu.  OG átti meira að segja afgang af 3000 kallinum.

Ég vona að eigendur gallerý kjöts sjái að sér og lækki verðið aftur.  Það liggur við að það sé ódýrara að kaupa sér tilbúinn borgara á american style heldur en kaupa hann hráan hjá þeim!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í rauninni furðu hátt verð á kjöti. Það er jú svo að besta hakkið í hamborgara (ég myndi segja 12-15% fita) er ekki í tísku dags daglega og ætti því að vera ódýrara en heilsuhakkið?

Drengur (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband