Tenglar í veffjölmiðlum

Það fer svoldið í taugarnar á mér hversu oft vantar tengla í veffjölmiðlum þegar vitnað er í heimilidir.  Ég veit nú ekki hvort slíkt sé skilt skv. lögum, reglum og venjum um heimildir, en mér finnst að fjölmiðlar ættu að taka það upp í auknum mæli.

Nú var ég t.d. að lesa frétt á mbl.is um Rod Baber sem hringdi fyrstur manna af Everest tindi.  Í fréttinni er tekið fram að upptaka sé af símtalinu á bloggi þessa ágæta fjallgöngumanns.  Slíkt vekur áhuga margra sem vilja e.t.v. hlusta á þessa upptöku, eða kíkja á blogg manns sem var að koma niður af Everestfjalli, en til þess þarf maður að fara á google og vona að bloggsíðan hans sé ofarlega á lista þar.

MBL og aðrir netfjölmiðlar.  Fleiri tengla takk!!!


mbl.is Fyrsta símtalið af tindi Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr, pirrar mig óstjórnlega þegar maður getur ekki skoðað hlutina í kjölinn

Viggó (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband