16.5.2007 | 15:15
Eru kjósendur fífl og hafa ekki sjálfstæðan vilja?
Eru kjósendur fífl og hafa ekki sjálfstæðan vilja? Þannig skil ég skilaboð Björns til þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokksins en strikuðu Björn út.
Geir Haarde fannst ómaklegt af fimmtungi kjósenda að strika út Björn og Árna Johnsen.
Hver vill taka að sér að útskýra fyrir þessum köppum fyrir hvað lýðræði stendur ?
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Heimir Eyvindarson, 16.5.2007 kl. 15:18
"Eru kjósendur fífl og hafa ekki sjálfstæðan vilja?"
A.m.k. eitthvað hlutfall þeirra.
"Hver vill taka að sér að útskýra fyrir þessum köppum fyrir hvað lýðræði stendur?"
Ekki ég
Drengur (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:41
Auglýsingar hafa áhrif. þess vegna auglýsa stjórnmálaflokkar og þess vegna kaupir baugsveldið fjölmiðla til að auglýsa vörur sínar í. þessi auglýsing hafði mikil áhrif. Hún er aðför að öllu heiðarlegu og lýðræðislegu starfi á Íslandi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2007 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.