15.5.2007 | 10:13
Uppgjör
Maður hefur verið ansi tímabundinn og latur við að blogga síðustu 2 vikur, og því ekki úr vegi að fara yfir helstu atriði í mjög fljótu máli.
Gifti mig þann 5. maí. Frábær dagur í alla staði. Athöfnin rosa falleg. Veislan alveg brilliant. Klárlega besta brúðkaup sem ég hef farið í. Ég vil þakka fyrir allar kveðjur og þakka öllum sem samglöddust með okkur á þessum frábæra degi.
Eurovision undankeppnin fór fram 10. maí. Rifjaðir voru upp gamlir tímar, þegar pöntuð var Hlíðarpizza eitt skiptið yfir eurovision, og eyðilagði það keppnina fyrir mér og Beggu systir, enda var pizzan svo vond. svo líklegasti kandídatinn fyrir vonda pizzu var prófaður, BigPapas. Þær stóðu ekki undir væntingum, enda alveg ágætustu pizzur á mjög svo sanngjörnu verði. Maður á eflaust eftir að versla þar aftur. Undankeppnin var í slakara lagi að mínu mati, og austantjaldsþjóðirnar röðuðu sér í efstu 10 sætin. Ef bara Færeyjar og Grænland væru að taka þátt í Eurovision, þá hefði Eiki komist í úrslitin.
Eurovision aðalkeppnin fór svo fram á laugardeginum og buðu Alli og Anna í eðalgrilljúróvisjónkosningapartý. Grillmatur var brilliant, félagskapurinn jafnvel betri, en keppnin var vond. Ein versta júróvisjón sem ég man eftir. Horfðum á lokin og stigagjöfina á BBC, Terry Wogan klikkar seint. Þetta olli því að við misstum af fyrstu tölum, en stjórnin sem sagt var fallin skv. þeim.
Þegar heim var haldið aftur var stjórnin komin í meirihluta, en hann var það tæpur að Framsókn mátti ekki fá 3 atkvæði í einu kjördæminu til að fella stjórnina. Það fannst mér fyndið. En stjórnin hélt með minnsta mun eins og flestir vita.
Framsóknarmenn höfðu gefið út að ekki væri grundvöllur á áframhaldandi stjórnarsetu þeirra yrðu niðurstöður kosninganna sambærilegar og kannannir höfðu sagt um, en eðli þeirra kom í ljós eftir að úrslitin urðu ljós, og eiga þeir vafalaust eftir að sleikja tærnar á Geir og co. til að fá að vera með áfram. Persónlega vil ég fá DV (xD og xV) stjórnina. Þannig ætti ákveðið jafnvægi að nást. DS stjórn er ásættanleg líka, en ég vil fyrir alla muni losna við litla spillta bændaflokkinn.
Annars finnst mér lélegt af Geir Haarde að segja það ómaklegt að fólk hafi notað rétt sinn til útstrikanna. Mér finnst það hrokafullt af honum og að hann sé í raun að gefa skít í kjósendur.
En nóg af bannsettri pólitíkinni. Leiðindatík sem ætti að lóga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.