10.4.2007 | 13:39
Að páskum loknum
Ljómandi góðu páskafríi lokið og ljóst að maður missti engin kíló þessa páskana.
Miðvikudagurinn 4. apríl
Eftir vinnu var Kári frændi steggjaður, en kappinn er að fara að gifta sig í næstu viku. Hann var ansi hissa þegar við strákarnir mættu, enda verðandi kona hans í gæsun og hann ætlaði að hafa það kósí með stelpunum sínum. Hann slapp nú ansi vel úr þessari steggjun. Heitur pottur, sund og gufa á Hótel Loftleiðum, horft á Roma sigra Manutd í pottinum og á barnum. Svo var haldið á eðal staðinn Silfur þar sem maturinn var (dýr)legur. Þetta var eflaust í fyrsta skipti í sögu steggjana á Íslandi þar sem steggurinn var driver framan af kvöldi.
Fimmtudagurinn 5. apríl
Fermingaveisla hjá Sveini Fannari Daníelssyni frænda. Asískur matur, mjög gott og gaman að hitta ættingja sem maður hefur ekki séð full lengi. Fórum svo til Beggu systur í spilakvöld, þar sem við Palli og Haffi tókum stelpurnar í karphúsið í Trivial.
Föstudagurinn 6. apríl
Alveg eins og í gamla daga var þetta frekar leiðinlegur dagur framan af, var lengi að líða. En svo um kvöldið fórum við í matarboð til Beggu og Palla ásamt foreldrum þeirra beggja, systur Palla og hennar manni og syni. Þau kunna sko að halda matarboð. Æðislegur matur, æðislegir eftirréttir, voða kósý stemmning og við enduðum svo á að horfa á flott show í X factornum. Lilja fýlaði sig ótrúlega vel, hló og hló og hló allt kvöldið. Hún hefur sko hláturinn hennar mömmu sinnar.
Laugardagurinn 7. apríl
Fórum í kolaportið. Ég ætlaði að krækja mér í Kólus páskaegg, en þau voru löngu uppseld og ca. 10 aðrir sem spurðu um eggin þær 2-3 mínútur sem við stóðum að skoða nammið. Fengum okkur bæjarins bestu í staðinn. Namm. Héldum svo upp á Akranes og heimsóttum Guðlaugu ömmu Guðbjargar. Fengum þar góðar móttökur og góðar kökur að ömmu sið. Skelltum okkur svo í sund í garranum á Akranesi. Entumst ekki lengi þar, tókum ekki sénsinn á að eyrnarbólga Lilju tæki sig upp aftur.
Rauðvíns- og ostakvöldinu hjá Gunnu og Bjössa var frestað, og skruppum við því í bíó á Sunshine. Mjög sérstök mynd. Ansi róleg á köflum, en hélt manni alltaf spenntum, og varð óhugnaleg á köflum. Ég bjóst við þessari venjulegu heimsendamynd, en hafði rangt fyrir mér. Mæli með henni fyrir áhugafólk um sci-fi myndir.
Sunnudagurinn 8. apríl
Fórum að gefa bra bra brauð og Lilja talaði ekki um annað en baba allan þann dag, og lék önd með þvílíkum tilþrifum. Frábært að fylgjast með því. Sáum líka voffa sem er alltaf voða spennandi.
Það bauð okkur enginn í mat þennan daginn þannig að við gerðum okkur lítið fyrir, keyptum nautakjöt og ég grillaði nautasteik í fyrsta skipti. Stóð mig nú bara yfir meðallagi vel.
Mánudagurinn 9. apríl
Stelpurnar fóru á Selfoss. Ég fór í náttbuxur. Ef mig vantaði frískt loft fór ég út á svalir. Ef ég var svangur mallaði ég eitthvað úr leyfunum inn í ískap, og náði þannig að búa til indælispasta. Og páskaeggjarestar í eftirrétt. Ég hugsa að það sé ennþá far í sófanum eftir mig. Ljúft.
Athugasemdir
jáhá alltaf nóg að gera hjá þér frændi.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:10
Það er ekkert verið að segja manni að þú sért byrjaður að blogga aftur!
Frábært, haltu þessu áfram! :)
Begga syss (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.