5 mánaða blog-bindindi lokið

jæja, þá er tæplega 5 mánaða blog bindindi mínu lokið og ég mun reyna að tjá mig mig reglulegar en áður......það verður varla erfitt.

Það er að mörgu að taka, Leeds er að skíta á sig, kosningarnar framundan og mér finnst allir flokkarnir vera að gera í buxurnar í "korter fyrir kosningar" baráttu og brellum.

Ekki má birta ljósmyndir lengur á opinberum stöðum vegna hátt á að einhverjum finnist þær klámfengdar.  Frelsi einstaklinga hefur verið gróflega brotið á síðustu vikum.   Eftir allt er Ísland ennþá bananalýðveldi og fátt sem virðist breyta því í bráð.

Í gær tók ég stóra ákvörðun.  Ég ætla að taka fram dómaraflautuna aftur eftir hátt í tveggja ára pásu.  Mun ég því birta reglulega dómarablogg hér í sumar þar sem ég mun snúa hlutverkum við.  Í stað þess að þjálfarar eða áhorfendur dissi dómara í fjölmiðlum, ætla ég sem dómari að dissa leikmenn og áhorfendur sem kunna sig ekki.  Hvernig ætli það komi út?   Ég þarf reyndar að koma mér í betra form áður en ég byrja.

 Leeds spilar mikilvægan leik í kvöld.  Kannski ég komi með fótboltablogg í kjölfarið.  Ég hef allavega ákveðið að vera bjartsýnn fyrir hönd minna manna þar til tölfræðin fellir þá um deild.  Það er alltaf vona þegar það er von.

Sá Eurovision myndbandið í gær.  Fannst lagið ágætt þegar það sigraði keppnina og hafði ég þá á orði að sterkur enskur texti og aðeins meiri kraftur gæti lyft laginu á hærra plan, en mér fannst ekki svo við fyrstu hlustun.   Og rauða hárið farið!!!! Hvað er málið með það?    Því miður reikna ég ekki með mörgum eurovision partíum á íslandi laugardaginn 12. maí....en því fleiri verða þá kosningapartýin.  En ég verð reyndar að heyra lagið aftur á ensku til að geta ákveðið endanlega hvort það er vont eða sæmilegt.

"Klám"mynd dagsins er af nektarströnd í Króatíu sumarið 2004. 

94380720206_0_ALB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband