16.5.2006 | 23:49
EUROVISION BLOGG
Jæja, fann loksins tíma í kvöld til að hlusta á 30 sek. búta af lögunum úr undankeppninni. Lítið um ógeðslega léleg lög, en eru fæst framúrskarandi. Dómur minn lítur svona út og spá mín um 10 efstu sætin fylgir svo á eftir:
Armenía: Fínn taktur, en er ekki að virka neitt rosavel.
Búlgaría: Mariana Popova. Nafnið eitt ætti að koma henni áfram. Lagið allt í lagi, lítið meira en það.
Slóvenía: Já, þetta er að koma til allt saman. Gæti slefað á topp 10 ef restin er meðalslök
Andorra: Sennilega skásta hingað til, keppnin byrjar rólega en vex með hverju laginu.
Hvíta Rússland: Kæmi mér ekki á óvart að þessu væri spáð langt. Ég vil hinsvegar ekki sjá það.
Albanía: Jamm, þetta er meðallag eins og flest hingað til.
Belgía: Loksins áttaði ég mig á að þetta eru eurovisionlag. Þetta kemst klárlega áfram.
Írland: Brian Kennedy kemur sterkur inn. Rólegasta lagið hingað til, ég vil sjá þetta áfram líka.
Kýpur: Nú koma góðu lögin í kippum. Þetta á hiklaust að komast áfram, enda eru kýpverjar lúmskt sterkir í eurovision.
Mónaco: Ekkert svakalega vont lag, en þessi franska í því er ekki að gera sig. Syngið á ensku þá eigiði séns.
Makedónía: Blanda af þessu austurevrópska rusli sem hefur verið að yfirtaka keppnina síðustu ár. Kemst klárlega áfram þó ég vilji ekki sjá það
Pólland: Æi ég veit það ekki
Rússland: Þetta venst örugglega vel, gæti vel skriðið áfram
Tyrkland: Ojbara, en þetta austurevrópska rusl gæti samt komist áfram.
Úkraína: Þessi kemst áfram bara á brosinu og lagið skemmir ekki mikið fyrir.
Finnland: Þessir kunna að rokka. Hljóta að komast í gegn.
Holland: Þær eiga séns ef þær verða fáklæddar á sviðinu, lagið annars bara lélegt.
Litháen: We are the winners með LT United - ojbarasta
Portugal: Ætli þetta komist ekki áfram þó ég sé ekki hrifinn af því. Samt, 4 stelpur á svíðinu, alltaf gaman að því.
Svíþjóð: Carola tekur þetta í nefið, langefsta sætið í forkeppninni.
Eistland: Alveg ágætis lag, stendur tæpt á að komast áfram, en ég held það hafi það ekki.
Bosnía: Hari Mata Hari er ekki að gera góða hluti í Eurovision.
Ísland: Mér telst til að 9 lög séu komin áfram, þannig að við hljótum að taka 10. sætiðJ
Annars er topp 10 spáin mín svona eftir fyrstu hlustun:
1. Svíþjóð
2. Makedónía
3. Belgía
4. Úkraína
5. Finnland
6. Kýpur
7. Ísland
8. Rússland
9. Írland
10. Tyrkland
Mér er lítið um makedóniu og tyrki gefið en þeir komast áfram út á gamla góða klíkuskapinn.
Athugasemdir
Get að mestu leytið fallist á þetta með þér nafni, en hvet þig til að hlusta á framlag Bosníu-Herzegóvínu að nýju og þá í fullri lengd, það er afbragð. Hari Mata Hari, stundum nefndur Næturgalinn frá Mostar, á eftir að koma sjá og sigra (eða næstum því).
London Wall (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.