Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2008 | 16:47
Pylsurýni #4
Fór í Bláa Turninn á Háaleitisbraut í hádeginu í dag. Lúgusjoppa sem ég fer aldrei í, þó ég hafi átt heima í hverfinu alla ævi, þá var eitthvað svo búllulegt við þessa sjoppu.
Pylsan: ****
Furðulega góð pylsa, átti alls ekki von á henni svona góðri, en ansi skemmtilegt.
Þjónusta og viðmót: ***1/2
Þjónustan hröð og viðmótið alveg ágætt. Svoldið hranaleg afgreiðslukonan, en hún hefur vandað sig við verkið, þannig að það jafnast út.
Umhverfi: **1/2
Lúgusjoppa eins og áður segir, og engin bílastæði. Borðaði ég því pylsurnar í bílnum mínum fyrir utan útvarsphúsið. En gat hlustað á fréttir á meðan, það bætir 1/2 stjörnu við.
Verð: ****
Kók og pylsa á 310 kr. Verður að teljast í hagkvæmari kantinum.
Heildareinkun 18* af 25* eða 7,2
Blái Turninn stóðst væntingar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2008 | 08:42
Hvað er að gerast í Fossvoginum og Smáíbúðarhverfinu?
Þetta friðsæla hverfi hefur verið vettvangur rána og innbrota síðustu vikurnar. Í nótt var brotist inn í Grímsbæ og Breiðagerðisskóla þar sem veggjum var misþyrmt með úðabrúsum. Svo hefur verið framið vopnað rán tvisvar í 11-11 á Grensásveginum á árinu.
Ætli maður geti ekki sagt með góðu núna að það sé gott að búa í Hafnarfirði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 08:42
Nýtt starf!
Eftir rúmlega 5 ára starf (með 1 árs námshléi) hjá Orkuveitu Reykjavíkur hef ég ákveðið að söðla um og hef ráðið mig í fyrirtækjaráðgjöf (Investment Banking) hjá Icebank.
Þetta nýja starf er gríðarlega spennandi og verður frábær reynsla og Mastersnámið sem ég tók út í Svíþjóð á eftir að nýtast vel.
Þannig að bara gaman framundan!
Annars var ég í Riga í Lettlandi alla síðustu viku í tengslum við nýja starfið. Falleg borg, þó ég hafi ekki getað skoðað hana eins mikið og ég hefði viljað, en maður er ekki sérlega vanur því að fara til útlanda og lenda í snjó og meiri kulda en maður fer úr á Íslandi.
ps. Ef þið farið til Lettlands og er boðið Black Balzam þá eru það vinsamleg tilmæli frá mér að láta hann eiga sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 10:26
Pylsurýni #3
Við vorum hjá tengdó á Selfossi á gamlárskvöld, og því auðvitað bráðnauðsynlegt að kíkja í Pylsuvagninn á Selfossi.
Pylsan: *****
Bestu pylsur á landinu, og aðeins Bæjarins Bestu sem eru sambærilegar.
Þjónusta og viðmót: *****
Þetta er lúgusjoppa með 2 lúgur, yfirleitt er bílaröðin þó talsverð, og því koma afgreiðslustúlkurnar út(hef aldrei séð strák vinna þarna þau 8 ár sem ég hef vanið komur mínar á þennan stað) og taka við pöntun, og sama hversu stór hún er, það hefur aldrei klúðrast neitt.
Umhverfi: ****
Þar sem þetta er lúgusjoppa situr maður í bílnum og borðar, en hún er staðsett á góðum stað, við Ölfusánna og kirkjan þarna líka. Reyndar fer þetta svoldið eftir veðri líka, en ég gef umhverfinu 3 stjörnur.
Verð: ****
2 pylsur, 2 kók og 1 pylsubrauð á 900 kr. pylsa og kók kostar því sennilega 400 kr. Ekki ódýrt, en gæðin eru bara svo mikil að manni er sama um verðið
Heildareinkun: 23* af 25* eða 9,2 í einkun á skalanum 0-10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 10:20
Leeds ferðasaga þriðji hluti
Það hefur gengið hægt að klára ferðasöguna, þannig að ég fer hratt yfir sögu til að ljúka ferðasögunni.
Mánudagur 10.12
Dagurinn var ekki tekinn jafn snemma og fyrri daga. hluti hópsins hélt á Old Peacock barinn fyrir utan Elland Road um kl. 11 og skylduviðburðurinn, hamborgari á Old Peacock var framkvæmdur. Eðalsubbuborgari. Gamli kallinn sem var þarna 2005 sat ennþá þarna í sama sætinu (þá komum við fyrir hádegi líka). Við pöntuðum taxa til baka, og um það leyti þegar við vorum að kíkja eftir honum, kom annar hópur okkar íslendinganna og var á leið á Billy´s bar, sem er staðsettur á Elland Road og við ákváðum að fylgja með. Það reyndist góð ákvörðun því sá hópur hafði frétt af því að nokkrir leikmenn væru á leið í verslunina til að árita, þannig að við hittum nokkra góða Leedsara, þó þeir séu nú ekki frægustu leikmenn heims.
Seinni part dagsins kvöddum við svo hópinn og héldum til London. Nánar tiltekið á St. Giles hótelið. Fyrir áhugasama heitir Clock Bar núna Lazy Dog Bar og er orðinn voða fanzý.
En við tókum það rólega um kvöldið, töltum um Oxford Street og Soho.
Þriðjudagur 11.12
Ég man ekki eftir að hafa labbað jafn mikið á einum degi og þennan kalda þriðjudag í London. Vorum komnir út um kl. 9, tókum lestina að Thames og svo löbbuðum við London á enda. Tókum kannski klst pásu í heildina í labbinu til kl. 17:00. Sáum í raun alla helstu staðina í London, og ég fékk einnig nýja sýn á þessa frábæru borg þar sem ég hef verið vanur að taka undergroundið í of miklum mæli milli staða. En síðasti klukkutíminn í London fór í verslunarferð, sem okkur fannst samt full mikill tími. Fórum í hina mögnuðu unglingaverslun, Abercrombie og Fitch. Sú verslun minnti mig frekar á skemmtistað en fataverslun, en pabbi hafði miða frá Karen hvað átti að kaupa og hvað átti ekki að kaupa ef eitthvað var til og að kaupa skildi 2 flíkur af þessum 5 og svo framvegis. Allt voða flókið, en starfsfólkið var greinilega vant vitlausum túristum að kaupa fyrir ættingja sína, þannig að þjónusta var mjög góð þarna, en verðlagið fáránlegt. Hverjum dettur í hug að borga 8000 ISK fyrir hettupeysu af því að hún er merkt ákveðnu vörumerki?? Rétt svar: systur minni!!
Heimferðin var svo tíðindalítil alveg að Leifsstöð, en ferðataska pabba gamla skilaði sér ekki. Ómerkt taska sem líktist hans var á færibandinu, þannig að við grunuðum að einhver hefði farið töskuvillt.
Eftirmáli: Stóra Peysumálið
Grunurinn reyndist réttur, eigandi ómerktu töskunnar hafði samband við Flugleiði og hafði vitlausa tösku í höndunum og kom henni til skila fljótt og örugglega (enda fékk hann ekki sína fyrr en hann hefði skilað henni) Þá kom í ljós að eina peysu vantaði. Þá var haft samband við þann sem tók töskuna, sem reyndist af erlendu bergi brotinn, og talaði hann um að vinur sinn hefði kannski haldið að hann ætti peysuna. Það tók nokkur símtöl og nokkra daga innheimta peysuna, og það var ekki fyrr en orðin tryggingar og lögregla voru komin í spilið, en það þurfti að fara heim til þessa vinar og sækja hana. En allt endaði þetta vel þrátt fyrir mikinn farsa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 10:33
Leeds ferðasaga annar hluti
Að leik loknum var ætlunin að hitta Eric, stórLeedsara, sem bjó á Íslandi lengi vel, en fluttist svo aftur heim til Leeds, hjá Bremner styttunni og ætlaði hann að labba með hópinn að barnum hans Peter Lorimer, sem er önnur gömul Leeds hetja.
Þegar við vorum komnir einhver 5 að styttunni og vorum að bíða eftir afgangnum af hópnum, lætur lögreglan til skarar skríða til að dreifa áhorfendum og hindra hópamyndanir, því það hafði víst verið eitthvað vesen kvöldið áður og meðal annars var skvett blárri málningu á Bremner styttunna, og hún merkt HYC sem er einhver klíka ungra Huddersfield manna. Þvílíkur fjöldi lögregluþjóna dreifði hópnum, og ef maður labbaði ekki nógu hratt, þá var manni bara ýtt áfram. Á einu bílastæðinu við völlinn hafði safnast saman einhver hópur ungmenna, sem var nú ekki árennilegur, en löggan var búinn að snúa tvo þeirra niður og voru ekkert voða mjúkhentir. Þeir létu þó rafbyssurnar eiga sig. Við ákváðum því að leita skjóls inná McDonalds, og vona að einhverjir íslendingar myndu rata þangað, sem jú varð raunin.
Það var því ákveðið að taka leigubíl á pöbbinn hans Lorimer, og var leigubílaröð rétt við McDonalds. Þar voru skemmtilegar týpur í röðinni, og nokkrir félagar að reykja eitthvað ólöglegt enda voru þeir gjörsamlega útúrskakkir. Klárlega Huddersfield menn.
Pöbbinn var þéttsetinn en við fengum þó sæti fljótlega, sátum þar, fylgdumst með gangi mála í ensku leikjunum, sötruðum nokkra öllara og rifjuðum upp leikinn. Uppúr fimm var ákveðið að halda heim á hótel, því hátíðarkvöldverðurinn hófst kl. sjö. Við pabbi ákváðum nú samt að kíkja á pöbb nálægt hótelinu og horfa á Liverpool tapa fyrir Reading. Það var ekki leiðinlegt, og hittum við þar fyrir hressan hóp Norðmanna (já, þeir geta verið hressir!!).
Hátíðarkvöldverðurinn var haldinn á localpöbbnum hans Eric StórLeedsara í Harrogate, og komu rútur að sækja okkur. Stemmningin í hópnum var frábær og var mikið húllumhæ yfir matnum, en hápunkturinn án efa töfrabrögðin hjá Gísla yfirdómara þar sem hann lét klúta hverfa hægri vinstri og dró upp fullt af dóti úr tómum poka. ein skemmtilegasta setning ferðarinnar átti sér einmitt stað þetta kvöld, þegar rúturnar voru komnar að sækja okkur aftur, og Gísli þessi var nýbúinn að fá sér nýjan bjór, þann sautjánda þennan daginn. Einhver bað hann að sturta þessu í sig, því rúturnar væru að fara. Þá lagði hann bjórinn frá sér og sagði víst "Nei, ég drekk ekki, ég er á bíl" En 5 mín. síðar var hann kominn í rútuna og stjórnaði hópsöng þar líkt á leiðinni uppeftir. Þegar á hótelið var komið splittaðist hópurinn, sumir fóru í háttinn, aðrir settust á hótelbarinn, en við fórum nokkrir á klúbbarölt.
Sunnudagurinn 9.12
Við þurftum að ná lest til Middlesboro kl. 9:40 og því var vaknað snemma og heilsan var ekki upp á sitt besta. En við létum það ekki á okkur fá, og hentum okkur útá lestarstöð. Ferðin gekk vel og vorum við komnir til Middlesbro á góðum tíma, ákváðum að sækja miðana okkar strax og eltum einhverja menn merkta Arsenal, því við héldum að þeir vissu hvar völlurinn var.....svo var þó ekki. En við komumst þó á völlinn á endanum, eftir skemmtilegan göngutúr í gegnum fagurt iðnaðarhverfi í Middlesbrough. Við vorum þó ekki þeir einu sem villtust, því rúta Arsenal manna lenti víst einnig í vandræðum með að finna völlinn. Miðana fengum við í hendurnar góðum klukkutíma fyrir leik, og var hungrið þá farið að segja til sín. Okkur fannst ansi tæpt að labba til baka inní miðbæ, éta og koma svo aftur, þannig að slæm ákvörðun var tekin. Hamborgari fyrir utan Riverside leikvanginn. Þvílíkan viðbjóð hef ég ekki látið inn fyrir mínar varir ansi lengi, en hungrið var mikið og borgarinn því étinn. Sjöfalt magn tómatssósu sló aðeins á vonda bragðið af borgaranum.
Leikurinn var góður og maður sá greinilegan gæðamun á úrvalsdeildarfótbolta og þriðjudeildarboltanum, en stemmningin í Leeds var þó MUN betri, þrátt fyrir að Middlesboro hefði verið yfir frá þriðju mínútu. Var um miðjan seinni hálfleik sem alvöru stemmning fór að myndast, en hafði verið í rólegri kantinum fram að því, allavega samanborið við Leeds leikinn.
Við vonuðumst til að ná lest fljótlega eftir leik, en rétt misstum af henni, og það kostaði okkur að þurfa að sitja á pöbbnum og horfa á Blackburn - West Ham. Þegar upp á hótel var komið í Leeds, voru þar nokkrir á leiðinni út að borða og ákváðum við að slást í hópinn. Stefnan var sett á steikhús sem var hinum megin við brúnna, ca. 150 metrar frá hótelinu og við gætum ekki misst af því. Þessum leiðbeiningum var fylgt til hins ítrasta, en hvergi sást staðurinn. Var því spurt til vegar á pöbb í grendinni, og var okkur þá vísað að gulu húsi hinum megin við brúnna, og við gætum ekki misst af því. Okkur tókst samt ekki að finna þetta ágæta steikhús og enduðum því á Viva, litlum alvöru ítölskum stað sem var alveg stórkostlegur. Eigandinn og annar þjónninn byrjuðu á stórkostlegu skemmtiatriði þegar þeir reyndu að raða saman borðum fyrir 10 manns, og það var sko ekki einfalt. Ég var mjög feginn að þeir störfuðu í veitingabransanum en voru ekki verkfræðingar, því við bara redduðum þessu á 1 mínútu sem þeir höfðu verið að basla við í 10 mín. Maturinn var hinsvegar frábær og ítalarnir hinir hressustu.
Gengið var til náða snemma þetta kvöld eftir langan og strangan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 09:39
Leeds ferðasaga fyrsti hluti
Ég hef verið á leiðinni að skrifa ferðasögu í heila viku, en það hefur verið ansi mikið að gera. Best ég byrji samt og hafi söguna í fleiri en einum hluta.
Föstudagurinn 7.12
Fríður hópur Leedsara hittist á barnum í Leifstöð klst. fyrir brottför, en þar voru einnig samankomnar stuðningsbullur annarra liða, og þá sér í lagi Rauða liðsins frá Manchester, sem ætluðu að sjá sína menn spila við skítalið Derby. Áfengið fór misvel í menn, og var stemmningin í flugvélinni þegar styttist í Manchesterflugvöll ansi skemmtileg. Magnað hvað kvöldflug eru yfirleitt skemmtilegri en morgunflug. Sökum sviptivinda í Manchester varð flugstjórinn að taka ákveðna lendingu, og minnti hún um margt á að hjóla á reiðhjóli fram af þriggja metra háum vegg. Gott að flugvélasæti eru þó mjúk.
Biðin eftir farangrinum var löng, og er ég nokkuð sannfærður um að flugvallarstarfsmenn í Manchester hafi tekist að slá kollegum sínum í París og Róm við í hægagangi. Þegar þær loksins skiluðu sér var haldið á lestarstöðina, og miðar keyptir fyrir hópinn, og eins og iðulega gerist, þá vorum við um þremur mínutum of sein, og við tók 57. mínútna bið eftir næstu lest.
Koman til Leeds var ljúf eins og alltaf, og marseraði þessi tæplega 30 manna hópur Leedsarar í gegnum miðborg Leeds með ferðatöskurnar sínar. Einhver læt vitlaust á kortið og tók gangan því um 15 mínútur í stað um þriggja. En það var bara hressandi.
Laugardagurinn 8. 12
Laugardagurinn var aðaldagurinn þar sem Leeds Huddersfield fór fram kl. 12:15. Þetta þýddi að maður var kominn á ról snemma. Við pabbi kíktum í morgunmatinn rúmlega 9.00 en leist ekkert rosalega vel á baunirnar, eggjahræruna og sveitta baconið, sér í lagi þar sem ekkert brauð virtist vera til staðar. Tókum við því morgungöngutúr um Leeds í leit að kaffihúsi, sem fannst fljótlega. Það kom mest á óvart hversu margir voru á ferli að versla í Leeds svona snemma á laugardegi.
Það var leiðindarigning sem tók á móti okkur á Elland Road og því myndaðist lítil stemmning fyrir utan völlinn, við nokkrir íslendingar ákváðum því að kíkja bara inn á völlinn í einn öllara í stað þess að hýrast úti í kulda og trekki.
Stemmningin rétt fyrir leik var hreint út sagt stórkostleg, ekkert sem sagði þér að um væri að ræða leik í þriðju efstu deild, enda var víst fjórða eða fimmta mesta aðsókn á leiki í Englandi á Elland Road þessa helgi, eða tæplega 33.000 áhorfendur = uppselt.
Þennan dag voru 10 ár liðin frá því að ein mesta hetja Leeds, Billy Bremner, lést. Í stað þess að hafa einnar mínútu þögn til heiðurs honum, var einnar mínútu fagnaðarlæti!!! Leikmenn stilltu sér upp í miðjuhringnum, dómarinn flautaði, og allir byrjuðu að klappa. Í kjölfarið fylgdu svo söngvar eins og There´s only one Billy Bremner og fleiri.
Leikurinn hófst, og stemmningin hélst frábær allan leikinn. Leikur Leedsara var gjörsamlega handónýtur í fyrri hálfleik og voru Huddersfield menn miklu sterkari. En eina skot Leeds í hálfleiknum, af 30 metrum, rataði í bláhornið og höfðu Leeds óversðskuldaða forystu í hálfleik. Leedsarar bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik og við það fór allur vindur úr Huddersfield mönnum og Leedsarar stjórnuðu leiknum algjörlega eftir það og hefðu getað unnið mun stærri sigur, en 4-0 varð niðustaðan, og menn gríðarlega sáttir.
Læt fylgja með hljóðskrá sem gefur ágæta mynd af stemmningunni
"15 points, who gives a fuck? We´re Super Leeds and we´re going up"
Framhald fyrr en síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 09:11
Manchester - Leeds - Middlesboro - Leeds - London
Seinna í dag verður haldið í allsvaðalega fótboltaferð. Flug á Manchester, Leeds - Huddersfield í hádeginu á morgun (ath. það er uppselt á leikinn, og hann er í þriðju deild!!!! um 35.000 áhorfendur). Eflaust rölt á pöbbinn og horft á leik í enska boltanum eftir Leeds leikinn. Hátiðardinner um kvöldið.
Sunnudeginum verður eytt í Middlesboro, þar sem farið verður á Middlesboro - Arsenal.
Mánudagurinn fer í að spóka sig um í Leeds, og jafnvel kíkja á æfingu hjá Leeds liðinu. Haldið til London seinni partinn og kvöldinu og öllum þriðjudeginum eytt í jólastemmningu í Lundúnum. Lending í keflavík kl. 23:55 og julefrukost í vinnunni kl. 08:00 á miðvikudag.
Vi ses!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 13:26
Pylsurýni #2
Þurfti að skjótast með konunni í hádeginu, það dróst og við þurftum að fá okkur að borða í flýti. Enduðum í sjoppunni Anna Frænka í síðumúlanum. Þetta var uppáhaldssjoppan mín þegar ég vann á póstinum og í Kaupþingi. Þá var þarna freistandi samlokubar, bestu pylsur í bænum og annað góðgæti og persónuleg og góð þjónusta. Ég fór svo þarna síðasta sumar og þá var búið að skipta um eigendur. Komin ljósaskilti með sveittum hamborgurum og fleiru í sjoppuna, úrvalið virtist minna og allt frekar óspennandi. Í dag eru greinilega komnir enn nýjir eigendur. Tvær eldri konur að afgreiða, eina sem fékkst var heitur réttur dagsins (hakk og spagettí), pylsur og hamborgara. Virtist vera hægt að fá samlokur líka en virkaði óspennandi. Nammi úrvalið var minna en í herbergi hjá meðalkrakka á laugaredegi. En allavega, þá fekk ég mér pylsu (annan daginn í röð )
Pylsan: **1/2
Ósköp venjuleg pylsa. Ekki vond og ekki góð. Ég geri betur þegar ég hendi pylsu í pott heima og er með nýtt pylsubrauð.
Þjónusta og viðmót: ***1/2
Tvær eldri konur að afgreiða og gerðu það með bros á vör.
Umhverfi: *1/2
Það virtist sem ætlunin var að hafa þetta þokkalega huggulegt og ekki sjoppubrag þarna inni, en það gjörsamlega mistókst. Heildarútlit sjoppunar einfaldlega ljótt.
Verð: ***
Pylsa á 200 kr. og Pylsa og 1/2 L af Pepsí á 300 kr. Þokkalegt verð.
Heildareinkun: 13* af 25* eða 5,2 í einkun á skalanum 0-10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2007 | 11:35
Kristilegt uppeldi
Ég er sennilega að hætta mér útá hálan ís með því að ræða um trúarbrögð hér. En ég varð einfaldega að rasa aðeins út um þessa frétt hér: http://visir.is/article/20071129/FRETTIR01/71129038.
Hún fjallar í stuttu máli um að ákveðnir leikskólar í Breiðholti hafa ákveðið að gera hlé á samstarfi við kirkjuna.
Ég lít á mig sem kristinn, en er ekki gríðarlega trúaður. Einu kirkjuheimsóknir mínar eftir fermingu eru brúðkaup og jarðafarir og einstaka skírn. Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og hef haldið á lofti þeirri skoðun minni að kristin trú hefur kostað fleiri mannslíf síðustu 1000 árin en nokkur annað.
Engu að síður er kristna trúin eins og hún er kennd í skólum mjög falleg. Hún kennir virðingu fyrir öðrum, fyrirgefninguna og tekur á grundvallargildum góðs samfélags. Vissulega kennir hún þetta með sögum (sem margir kalla tröllasögur) af Jesú og kraftaverkum hans. Allt saman eru þetta afskalega fallegar sögur af góðum manni sem vill engum illt, ekki einu sinni vondu fólki.
Ég las þessar sögur þegar ég var ungur, vegna þess að þær voru kenndar í skólanum. Innihald þeirra flestra er gleymt en grundvallaratriðin sitja eftir. Ég vil að dóttir mín lesi þessar sögur og kynnist kristinni trú í gegnum skólakerfið. Ég vil líka að hún kynnist gildum annarra trúa, en kristnin á að vera grundvöllurinn í trúarbragðafræðum skólanna.
KRistin trú hefur verið trú íslendinga síðustu 1007 árin og það á ekki að breytast þó hingað flytji til lands fólk af öðrum uppruna sem alið hefur verið upp við önnur trúarbrögð. Mergur málsins er nefnilega sá að Kristin trú, Íslam og mörg önnur trúarbrögð eru byggð á sömu grundvallarhugmyndinni um einn guð. Ágreiningurinn liggur einungis í hver bað út boðskap hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)