4.5.2006 | 11:47
Sumarið framundan
Já nú er sumarveðrið aldeilis komið til Skövde. 20 stiga hiti og frábært veður. En, ég sit inni, að vinna í masters ritgerðinni. rúmar 2 vikur í skil og ég á alltof mikið eftir, og meira að segja smá vandamál með rannsóknina, En það er nú vani okkar íslendinga að klára allt á síðustu stundu, þannig að ég segi bara "þetta reddast"
En síðustu 2 mánuðirnir í Svíþjóð verða fjörugir ef allt gengur eftir.
Ritgerðarskil 21. maí, próf 29. maí og vörn á ritgerðinni þann 2. júní - svo má búast við því að nokkrir dagar í júní fari í að vinna ritgerðina betur svo hún fáist endanlega samþykkt.
Ég ætla að slá öllu uppí kæruleysi og fara til Cardiff 21. maí ef Leedsarar komast í úrslitaleikinn um laust sæti í úrvalsdeildinni. Taka snögga ferð á þetta 20-22 maí. Verst að eurovision úrslitin verða 20. maí, en ætli maður banki ekki upp á hjá Árna Sig í London, ég er nokkuð viss um að hann mun horfa sposkur á keppnina.
Síðan stefnum við fjölskyldan á að skreppa í vikuferð til Frakklands eða Ítalíu í júní, aðeins til að hlaða batteríin fyrir heimferðina.
Svo verður HM að öllum líkindum tekið í rólegheitum í Skövde.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2006 | 21:21
Íslandsmeistaramót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2006 | 00:46
Vorið er komið og grundirnar gróa
Loksins loksins loksins loksins loksins er vorið komið til Skövde.
Rjómablíða í dag og í gær, og fuglasöngur á morgnanna er gleðiefni, sér í lagi í kjölfarið á þeim kaldasta vetri sem ég hef upplifað.
Verst að maður neyðist til að sitja inni stærsta hluta þessa blíðviðrisdaga að þykjast skrifa ritgerð, en vissulega laumast maður út endrum og eins.
Annars eru stelpurnar mínar heima á Íslandi og verða þar þangað til þarnæsta laugardag, ég er varla fjórðungur úr manni án þeirra.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við keyptum okkur eitt stykki íbúð fyrir páska. Splunkunýja, beint uppúr kassanum á völlunum í Hafnarfirði. Fáum afhent nokkrum dögum áður en við komum heim í sumar, hentar mjög vel og loksins kemst maður í alvöru íbúð eftir að hafa búið í hálfgerðum holum síðustu árin.
Nú er nákvæmlega mánuður í ritgerðarskil, og er ég að mestu búinn með 2 stóra kafla. Næstu 2 vikurnar eða svo fara svo í rannsóknina sjálfa og greiningu á henni, reikna má með að það verði stærsti kafli ritgerðarinnar, en í kjölfarið á henni þarf maður að púsla saman inngangi og lokaorðum, sem er víst ekki jafn auðvelt og það hljómar. En þar sem það styttist í annan endann er maður farinn að finna fyrir pressunni og því er maður afkastmeiri fyrir vikið. Verst að ég er í kúrsi sem heitir "options and futures" og vildi ég geta gefið honum meiri tíma, en ég treysti á að vikan sem ég hef fyrir prófið, nægi til að massa þann kúrs. Annars kíkir maður bara til Sverige í haust í endurtektarpróf . En þetta bjargast allt.
Finnst freistandi að fara til Wales daginn áður en ég á að skila og horfa á Leeds spila á Þúsaldarvellinum í umspili um sæti í úrvalsdeildinni, það er, ef þeir komast í þann leik. Eru það ekki fín verðlaun ef maður skilar ritgerðinni á tilsettum tíma?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2006 | 00:25
Lítil prinsessa
Mig langar að óska Jóa og Önnu innilega til hamingju með litlu skvísuna sem fæddist á fimmtudaginn.
Það er ekki á hverjum degi sem karlmenn eru lagðir inná sjúkrahús, og ganga út tveim dögum síðar með nýfædda dóttir!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2006 | 23:25
flutningur
Gamla bloggið hætti skyndilega að leyfa mér að uppfæra síðuna, sennilega orðnir þreyttir á bullinu mínu. Eftir tveggja mánaða þögn ákvað ég að færa mig um set og sjá hvað blog.is getur gert fyrir mig.
Ég er allavega staddur á Íslandi núna, kom í dag, fer eftir viku. Karen systir fermist á morgun, ég náði 5. og næst síðasta prófinu, 6 vikur í ritgerðarskil, þetta reddast, Lilja stækkar, komin með þrjár tennur, Leeds að skíta á sig, komast samt í playoffs...spennandi. Veturinn að kveðja Skövde, Vorið framundan, íbúðarkaup á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir dyrum, road trip í lok apríl og svo mætti lengi telja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)